Gólflampar Hérna í Noregi hef ég tekið eftir að mjög margir hafa engin loftljós í stofunum hjá sér, heldur bara lampa. Í íbúðinni okkar er ekki einu sinni gert ráð fyrir loftljósi í stofunni svo við lölluðum okkur út í búð og keyptum okkur stóran gólflampa með lesarmi.

Lampinn er svona 180 cm hár og það er hægt að stilla styrkleikann á honum þannig að það er bæði hægt að hafa dauft ljós eða sterkt, og þá lýsir hann alveg upp alla stofuna. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta svaka flott og kósí. Mér hefði seint dottið í hug að kaupa svona lampa í stofuna, nema af því að við urðum, og núna vildi ég bara alls ekkert hafa þetta öðruvísi. Hann setur líka mjög smart svip á stofuna finnst mér.

Svo er líka agalega gott að sitja í LaZBoy stólnum og lesa hehehe ;)

Hvernig er þetta með ykkur, eruð þið með lampa í stofunni og hvernig finnst ykkur svona stórir lampar?

(Samt fyndir þessir norsarar ;D)
Kveðja,