ég er ennþá lítill patti sem bý hjá mömmu og pabba ennda bara 12 ára og ég hef oft hugsað um það því að pabbi á heima útí þýskalandi og mamma hér á Íslandi(þau eru ekki skilin),því að hún þarf að gera öll húsverkin: slá garðin, þvo þvottin, skúra, ryksuga, þurka af og kaupa í matin elda matin og passa litlabróðir, og taka til. Og þar sem við eigum ekkert lítið hús.
en stundum tekur hún sig til og kemur með balan inn til mín og segir mér að ég meigi þurka af í herberginu mínu sem er nottla allveg sanngjart. Svo byrja ég og er varla hálfnaður þegar ég er búin að fá nóg, en ég held nottla áfram.
svo fer það allveg með mig þegar ég á að fara út að slá!
Sem er hundleiðinlegt.

Svo er það hann litli bróðir. Þegar ég þarf að passa hann, þá þarf ég að vera þræll. ég má ekki gera neitt sem hann vill ekki.
Annars fer hann að gráta. Þá þarf ég að hugga hann.
En það er stundum skemmtilegt að passa hann; og það er þegar hann er sofandi.

enn annars álít ég mömmu mína vera duglega með húsverkin.
hvernig er þetta hjá ykkur???


Og svo í lokin finnst mér að allar einstæðar mæður sem gera öll húsverkin ættu að fá EITT STÓRT KLAPP.