Jæja mikið rosalega er gaman að fá þetta áhugamál : )
Ég ætlaði bara að forvitnast í hvaða búð þið verslið mest af ykkar húsgögnum og búsáhöldum.
Þar sem að ég er fátækur námsmaður þá versla ég mest í IKEA.
Alveg frá því að ég var lítil telpa hefur mér þótt gaman í húsgagnaverslunum, en skemmtilegast var í IKEA.
Það fæst nánast allt í IKEA sem maður þarf og ég veit að þegar ég fer að kaupa almennilega í búið þá verður flest úr IKEA.
Mér þykir alltaf jafn gaman að skoða tilbúnu herbergin og láta mig dreyma um að búa í svona flottu húsi : )
Er ekki IKEA ódýrasta húsgagnaverslunin?
Ég veit að IKEA er svona ódýrt af því að það er fjöldaframleitt og ósamsett en mér er alveg sama þetta eru flott húsgögn á góðu verði : )
Vonandi verður þetta áhugamál eins líflegt og skemmtilegt og ég er búin að sjá fyrir mér
asley