Svefnherbergi...mikilvægasta herbergi heimilisins Sæl !
Ég vil bjóða þetta áhugamál velkomið enda kominn tími á það, maður getur endalaust blaðrað um falleg heimili…

En ég vildi aðeins spjalla hérna um svefnherbergi. Leggið þið mikið upp úr fallegum svefnherbergjum?
Svefnherbergið er oft eini staðurinn í húsinu sem maður á alveg fyrir sig og getur gert það eins fallegt og maður vill. Það er alltaf gaman að fá hugmyndir úr svona bæklingum en stundum þarf maður að henda öllu út gamla svefnherberginu til að koma þessu nýja og flotta fyrir.
Það er einnig best að sofa í góðu svefnherbergi, þar sem öllu er haldið snyrtilegt því annars myndast þungt loft. Manni líður líka bara betur í góðu svefnumhverfi!
Svo þurfa rúmin náttúrulega að vera þægileg, ég myndi kaupa ný rúm með reglulegu millibili því það er betra fyrir bakið, svo getiði líka fengið ráðleggingar eða bara fundið það út sjálf hvort þið viljið harðar, mjúkar eða hvernig sem er dínur.
Ég veit ekki hverjir eru sammála mér, en er svefnherbergið ekki mikilvægasta herbergi heimilisins, þar sem svefninn er svo mikilvægur?

Endilega, segið mér hvernig ykkar svefnherbergi eru og gefið örum hugmyndir eða fáið hugmyndir hjá öðrum! : )

Takk, takk
hegga

Ég vona að þetta áhugamál gangi vel!