Jæja, í maí á seinasta ári keyptum við hjúin okkur íbúð. Okkar fyrsta og viðurkenni ég vel að við vorum hálf kjánaleg í okkar kaupum.

Við skoðuðum nokkrar íbúðið en urðum svo ástfangin af einni. Við skoðuðum hana lauslega, ekki inn í skápa, útí horn eða neitt… Það var semsagt kjánalegt hjá okkur…

Næsta dag fórum við og skrifuðum undir kauptilboð, við föttuðum ekkert að biðja um að hhafa klausu um að við fengjum að skoða íbúðina aftur og þá nánar. Gaurinn sem við töluðum við á fasteignastofunni kom með það væntanlega bull að það hefði annar viljað íbúðina og að við gætum misst af henni ef við vildum lækka verðið of mikið. Við féllum fyrir þessu, algjörir aular og fengum bara 100.000 kr af uppsettu verði…

Ég hafði spurt stelpuna sem átti íbúðina hvort það væru rakaskemmdir einhversstaðar og fékk nei, ég spurði hana hvort við náðum skjá einum hér og hún sagði já.

Jæja, svo fengum við íbúðina afhenta. Stúlkan tilkynnir mér að hún ætli að skilja inniloftnetið eftir og ég kem af fjöllum, er ekkert loftnet á þakinu?! Neinei, hún laug því að hún hafði sagt okkur það. Við fengum fund með fasteignasalanum og hann stóð með henni og sagði að við ættum að hafa spurt.

Næsta vandamál, baðið er ónýtt, ekki hægt að fara í bað í því og hún sagði mér þetta þegar ég fékk íbúðina afhenta. Var svo “góð” að skilja eftir eitthvað til að lakka botnin. Ég gerði það í raun ekki enda hafði ég ákveðið að gera upp baðið fyrr eða síðar.

Svo næsta: Það kemur skólp upp um baðið þegar það rennur mikið vatn í vaskinum eða þegar þvottavélin er í gangi. Við tókum eftir þessu örfáum dögum eftir að við fluttum inn, en á fundi með fasteignasala segir stelpan að hún hafi aldrei tekið eftir þessu. Ég tel það afar ólíklegt af því að það kemur ógeðsleg lykt og þvílíkur skítur upp. Ég tel að þetta sé það sem hafi eyðilagt baðið.

Næsta vandamál: Fyrir jólin tókum við sófann fram og okkur til mikillar ánægju er stór svartur myglublettur á veggnum. Stelpan var ekki með sófann alveg upp við en sagði okkur að svæðið bakvið hann hafi verið leiksvæði fyrir krakkann hennar. Núna efast ég um það, held að hún hafi vitað þetta og bara hreinlega logið. Annað sem styður það er að það var skipt um sólbekk á glugganum yfir þessum bletti. Hún sagði mér það og sagði að hún hefði þurft að gera það… Það sem mig grunar er að vatnsskemmdir hafi eyðilagt sólbekkinn og séu nú að eyðileggja vegginn…


Nú spyr ég, hafiði lent í svona og er þetta virkilega allt á minni ábyrgð? Átti ég virkilega að þurfa að skoða niðurföllinn hjá henni og spyrja um hvert einasta smáatriði því annars gæti ég átt von á svona? Lendir engin af ábyrgðinni hjá henni?

Með von um góð svör :)
Just ask yourself: WWCD!