Hæ! Greinakeppnin er ennþá í gangi, og þar sem stjórnandi og fyrirmynd (lol) vill ég skrifa grein um staðina sem ég hef lifað í. ATH, ég á _ekki_ heima í Breiðholti..

Þangbakki
Stóri bakkinn niðrí Mjódd, þar sem loads af gömlu fólk býr núna. Þar bjó ég, á fyrstu hæð.
Þá var ég 1, 2 og 3 ára. Þannig ég man ekkert eftir þessu, en þetta er víst hin fínasta íbúð, lítil og nett. Við áttum kött, sem hét Roy, hann hoppaði af svölunum og týndist.
Annars það sem ég man er ekkert, en foreldrar mínir segja mér að þetta hafi verið stuð staður.

Blöndubakki
Þarna ólst ég upp, lærði að hjóla í garðinum, eignast einn besta vin minn, og fleiri mjög góða vini, og lenti í alls kyns ævintýrum. Þessi íbúð innihélt:
Andyri, stofu, eldhús, baðherbergi, gang með stóru plássi fyrir framan stofuna, og 3 svefnherbergi. Horníbúð. 1 stórt og 2 miðlungs, ég átti alltaf heima í einu þeirra, og á ég margar góðar sem slæmar minningar þaðan. T.d Action Man kallar, þeir voru gífurlega vinsælir útum allt þarna inni, sérstaklega útá svölum í snjó, rigningu, sól eða bara hvaða veðri sem var. Versta var að aðeins fallhlífar-action man lifði bara föllin af, hinir voru og eru enn allir í pörtum.


Svo árið 1999 til 2000 flutti ég út til Pittsburgh úti í Bandaríkjunum. Pensilvanía [man ekki hvernig það er skrifað] ríki. Ástæða flutninganna er að faðir minn var að fara í bráðaliða skóla (paramedic)

Og flutti ég og foreldrar mínir þar í blokk, sem hét eitthvað Amazon plaza. Algjört skítapleis.. En hey! Þar var sundlaug :) Og var ég orðinn svo mikið pr0 að synda, kafa, og gera allskonar trick í vatni í henni.
Þetta var íbúð með eldhúsi[ojbara], stofu með svo skítugu teppi sem var ekki hægt að hreinsa, gangur, klósett, og tvö svefnherbergi. Það versta var að það voru járnbrautarteinar rétt fyrir aftan bílastæðið hjá blokkinni, og reglulega nötraði allt útaf mörg hundruð tonna lestum og hávaða. En það vandist, þetta var ekki það slæmt svosem. Ég gekk í þriðja bekk þarna úti sem var virkilega, virkilega skrýtið miðað við íslensku skólana hér.
Kennarinn minn hét Michael Jordan OG HANN VAR HVÍTUR, HVAÐ ER AÐ GERAST.
Þarna úti lærði ég að tala og skrifa ensku á svona 2 mánuðum, sem er all svakalegur tími miðað við 8 ára gutta.

Svo þegar árið var búið var haldið heim í Blöndubakkann aftur.


Eftir 3 ár í blöndubakkanum til viðbótar [s.s þá komin 7 ár] þá keyptum við raðhús.
Raðhúsið
Þetta raðhús, sem ég núna sit inní með tölvuna mína og allt draslið mitt, er alveg æææðislegt.
Það inniheldur: 2 baðhergerbi, 3 svefnherbergi, 1 stórt hjóna, 1 frekar stórt [breiðara en hjóna, en samt ekki lengra] og 1 pínu lítið þar yngsti meðlimur fjölskyldunnar sefur.
Svo er labbað upp stiga, þar er eldhús og útidyrahurðin. Svo er labbað upp annann stiga, og þar er huge moðerfokking stofa, með sjónvarpspalli. Og tvær svalir sem gengir er útá uppí stofu.
Svo ef gengið er niður aftur báða stigana þá kemur 4 tröppu stigi sem leiðir mann að: geymslu, þvottahúsi og geymslu undir eldhúsi. Ef gengið er niður undir eldhúsið, þá er önnur hurð þar sem leiðir mann út undir bílskúrinn. Og já, það er bílskúr ofc :)
Undir bílskúrnum er allt fullt af allskonar drasli, veit ekkert hvað leynist þarna.
Undir eldhúsinu er vinnu aðstaða mömmu, þar eru kílómetra langar bækur í tonnatali og fullt af ritgerðum.

Inní þvottahúsi er þvottavél og stuff. Föt :-) Svo er lítil kompa undir útidyratröppunum, sem hýsir skóflur og crap. Svo er garður, með sólpalli, og smá grasi sem hægt að er tjalda litlu tjaldi á ef maður vill hafa það kósí.

Þá held ég bara að þetta sé komið.

Veit ekki hvað meira skal segja ykkur, þið verðið bara að láta hugaraflið ríkja.
En ég skal þó vera það góður og láta fylgja með eina litla mynd hérna af eldhúsborðinu mínu, í þessum frábærustu gæðum í heimi.

Enjoy :D

Mynd
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið