Æjj, þetta er allt eitthvað svo flókið en samt ekki.
Ætla að skipta þessu í tvo hluta, íbúðirnar hennar mömmu og húsið hans pabba, byrjum samt á sameiginlega húsina.

Hlyngerði
Ég bjó í hlyngerðinu í rúm 6 ár. Eða frá því að ég fæddist og þangað til að foreldrar mínir skildu.
Þetta var virkilega stórt hús, enda bjuggum við mörg þarna. Vorum sjö þegar við vorum flest.
Á efri hæðinni var stofa, eldhús, svona matarbúr, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi, ég og yngsti bróðir minn áttum þessi tvö herbergi og mamma og pabbi áttu hjónaherbergið. Það sem ég man mest eftir þessarri hæð var teppið sem var þar, viðurstyggilega ljótt rautt teppi, en við nenntum aldrei að gera eitthvað í því. Mér var svo sem sama.. enda frekar ung og ekkert að spá neitt sérstaklega í teppinu.
Á neðri hæðini bjuggu öll systkini mín. Þegar þú fórst niður stigan gastu annaðhvort farið til hægri eða vinstri, ef þú fórst til hægri þá komstu að herbergi eldri bróðurs míns. Ég eyddi miklum tíma þar inni að spila snes og á morgnana fór ég alltaf fyrst til hans, vakti hann, laggðist upp í rúmið hans og hann byrjaði að kenna mér að flauta. Ég lærði aldrei að flauta.
Ef þú fórst lengra komstu að geymslunni og þvottahúsinu.
Hinsvegar, ef þú fórst til vinstri frá stiganum fórstu í svona unglingapleis. Þar voru allar systur mínar.
Yngri systir mín í föðurætt átti svona tvískipt herbergi, sem sagt þetta voru tvö herbergi en veggurinn hafði verið rifinn niður. Í innra herberginu hafði hún rúmið sitt og bókahillu, í hinu rýminu voru fataskápur, fuglabúr og skrifborð. Ég fór oft til hennar á daginn og talaði við hana um allt og dansaði við Pál Óskar og Spice Girls.. voða gaman.
Við hliðin á hennar herbergi var herbergi eldri systur minnar í föðurætt, man ekkert eftir því enda flutti hún út mjög snemma, man varla eftir því að hún hafi búið þarna og man lítið eftir hvað var gert við herbergið. Eina systir mín í móðurætt sem bjó þarna átti svo eitt herbergi þarna.. Frekar stórt og fínt herbergi, var voða lítið hjá henni hinsvegar, enda eyddi hún miklum tíma með kærasta sínum.
Á ganginum(sem var eiginlega ekki gangur, kann ekki að útskýra) hjá þessum herbergjum öllum var svo sófi og sjónvarp. Þar var líka hægt að labba út í garð, hefur verið voða fínt að vera þarna.
Garðurinn hjá þessu húsi var svo voða fínn, stór og gott leiksvæði, mikið fótboltapláss og bara skemmtilegur garður.
Svo skildu foreldrar mínir og húsið var selt. Þá flutti ég á tvo nýja staði.

Íbúðin hans pabba
Hann faðir minn flutti í hið fínasta raðhús í Fossvoginum og við búum þar enþá. Þetta hús er tæknilega séð á fjórum hæðum.
Fyrst þegar þú kemur inn, kemmurðu inn á aðra hæð. Á annarri hæð er eldhúsið sem er vægast sagt voða ljótt og leiðinlegt, höfum aldrei nennt að hefja framkvæmdir á því. Á þessari hæð er líka borðstofan og við erum með ágætlega stórt borð sem er alltaf borðaður kvöldmatur á. Einnig er lítil forstofa og klósett þarna.
Það sem blasir við þér þegar þú kemur inn eru tveir stigar, annar er frekar stuttur og ef þú ferð upp hann þá kemurðu inn í stofuna. Stofan er ágætlega stór, eiginlega of stór fyrir okkur svo pabbi bjó sér til skrifstofu þar inni sem afmarkast með tvemur bókaskápum. Úr stofunni geturðu svo labbað út á svalir, hið fínasta útsýni.
Ef þú labbar niður stigan kemurðu niður á fyrstu hæð, þar eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergið. Það sem er næst er herbergi bróðurs míns, það var gert eitt herbergi úr tvemur þegar við fluttum inn, og bróðir minn fékk það herbergi. Fínt herbergi en samt svolítið gallað. Hann hefur samt náð að koma sér ágætlega fyrir sem er nokkuð gott miðað við tækjadótið sem hann á. Næsta herbergi er gamla herbergið mitt, það er núna bara lesherbergið hans pabba, einn bókaskápur og rúm. .voða næs. Innst er svo herbergið hans pabba, þaðan er hægt að labba út á svalir. Alveg innst er svo baðherbergið sem er voða fínt, gerðum það upp fyrir tvemur árum.
Á miðjum gangunum á annarri hæð eru dyr, ef þú opnar dyrnar kemurðu niður í kjallarann. Þar er þvotthús og geymsla, en til hægri er herbergið mitt.

Fyrsta íbúð mömmu eftir skilnað
Fluttum í fínt einbýlishús nálægt skólanum mínum svo ég þurfti ekki að skipta um skóla.
Örugglega eitt það skemmtilegasta hús sem ég hef búið í. Gamalt og flott hús.
Á neðri hæðinni var baðherbergi, tölvuherbergi, stofa, herbergi mömmu, eldhús og þvottahús. Hins vegar ef þú fórst upp komstu að herbergjum mín, bróðurs míns og systur minnar, auk baðherbergis. Það sem gerði þetta hús svo einstaklega skemmtilegt voru lítil göng á milli herbergja míns og bróðurs míns. Það voru plönuð stríð og gerðar árássir. Ég og frænkur mínar gegn bróður mínum og vini hans. Svo þegar það voru engin stríð lá ég á dýnu þarna inni og las eða hugsaði. Einstaklega þægilegt.
Garðurinn var vel nýttur til fótbolta, trjáklifurs, myndbandsupptöku og fleira skemmtilegt. Höfðum þennan fína pall.
Fluttum samt þaðan þegar ég var átta ára þar sem systir mín flutti út og mamma hafði ekki efni á að halda húsinu.

Önnur íbúð mömmu eftir skilnað
Fluttum á neðri hæð í einbýlishúsi í kópavoginum. Voða næs íbúð. Hafði stórt herbergi og skemmti mér vel inn í því. Þegar við fluttum var húsið aðeins með tvö svefnherbergi svo ég og mamma deildum herbergi, en fljótlega lét mamma búa til herbergi í stofunni.
Þarna var baðherbergi, herbergi mitt, herbergi bróðurs míns, eldhús, stofa og herbergi móður minnar.
Garðurinn var æðislegur, sérstaklega á veturnar. Höfðum okkar eigin brekku sem var æðislegt að renna sér niður. Notuðum fyrst alltaf rassaþotur en þær týndust fljótt svo svartir ruslapokar voru notaðir í staðin. Á sumrin var auðveldlega hægt að búa til mörk úr trjánum svo fótbolti var mikið spilaður þarna. Felustaðirnir fyrir eina krónu voru heldur ekkert fáir. Einnig voru fótboltavellir rétt hjá, labba yfir einn gangstíg. Æðislegt að búa þarna.
Húsið var svo selt þar sem mamma fann sér kærasta og flutti til Noregs.

Íbúðin í Þorlákshöfn
Bjó þarna í nokkra mánuði, líkaði ekki vel. Bjuggum á neðstu hæð í blokk og ég þurfti oft að vakna snemma til að mæta í skólan í Kópavogi.
Voða einföld íbúð, svaf ýmist í herberginu eða stofunni, fór eftir því hvort var frekara, ég eða bróðir minn.

Íbúðin í Noregi
Bjó í Noregi í eitt sumar, í litlum bæ sem kallast Kongsberg. Vorum í fínni íbúð en spítalinn átti hana. Ég svaf í stofunni þar sem það voru bara tvö svefnherbergi. Var ágætistímar fyrir utan það hve leiðinlegur þessi bær var, hefur sjaldan leiðst jafnmikið.
Þarna voru tveir Zelda leikir kláraðir og National Geographic var stöðugt í gangi. Miklir nördatímar.

Núverandi íbúð mömmu
Lítil blokkaríbúð rétt hjá skólanum mínum. Bý í voða litlu herbergi og hef ekkert gert í því. Er aðeins með eitt rúm, fataskáp og bókahillu hér. Stofan er þokkalega stór og voða hugguleg, gerðum eldhúsið lítið upp og það er alveg fínt, lítið og hentugt. Herbergi móður minnar er álíka stórt og mitt og við hliðin á mínu. Bróðir minn fær svo hjónaherbergið þar sem hann er með tölvuna sína og eitthvað fleirra. Mamma gerði svo upp baðherbergið og það er voða fínt núna.


Þessi grein var sem sagt fyrir greinaátakið, ég er voða ánægð með allar íbúðirnar sem ég hef búið í. Skemmtilegt átak. :)
Deyr fé, deyja frændur,