Íbúðirnar sem ég hef búið í :D [Greinaátak] Ég ætla að stela frá mola0 þessu kapítal dæmi :D, no hard feelings ;).

Kapítal 1
Henni man ég nú ekki mikið eftir en það var í húsi sem er kallað bananablokkin og er staðsett á Selfossi, skondið nafn.

Kapítal 2
Það var hjá ömmu og afa og það var stórt eynbílishús með róló rétt hjá og besta vini mínum í næstu götu.
Það var líka á Selfossi.

Kapítal 3
Svo flutti ég til Reykjavíkur (uss, alltaf að flytja) og fengum við íbúð þar sem var 80 fermetrar :D. Við bjuggum þar í einhver 2 ár.

Kapítal 4
Við fluttum svo til Mosfellsbæjar og fengum okkur íbúð í permaform húsi þar sem var sirka 90 fermetrar. Allt gott þar nema maður þarf að labba/hjóla frekar langt til að komast í búð.

Kapítal 5
Fluttum til Selfossar (aftur) í endaraðhús. Ég fékk stæsta herbergið sem var hjá forstofunni :D (12 fermetrar). Og við hliðina á okkur bjó gaur sem átti traktor, og alltaf þegar kom snjór ruddi hann alltaf snjónum uppá lóðina okkar í svona hól. Og þá var leikið sér ekkert smá í snjónum, búið til snjóhús og svona.

Kapítal 6
Við fluttum AFTUR til Mosfellsbæjar í sömu götuna og seinast og því lítið að segja frá henni.


Kapítal 7
Þá fluttum við í aðra stærri íbúð af því að yngri systir mín var orðin það stór að hún var farið að þurfa eigið herbergi. Það er fín íbúð, skólinn hinum megin við götuna og við áttum bílastæði í kjallaranum, þannig bíllinn var alltaf hlýr á morgnana.

Kapítal 8
Við fluttum tímabundið í íbúðina þeirra langafa og langömmu, fengum hana af því þau eru alltaf í sumarbústað yfir sumarið. Man ekkert mikið eftir henni en mér finnst hún frekar fríkí núna af því hverfið minnir mig á hverfið í nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar (huggulegt eih?).

Kapítal 9
Núna búum við í Frederiksberg sem er æði :D stutt niður á strik og svona. En í þessum þrem blokkum hérna búa 5 íslenskar fjölskyldur :O. En það eru einhverjir 3 km. í skólann og ég þarf að hjóla á hverjum morgni í hvaða veðri sem er :/.


Ekki eru íbúðirnar fleiri og bara pease out!


P.S. lét myndina með sem er svona permaform hús fyrir þá sem vita það ekki.