Það var í apríl á þessu ári sem ég og mjög góð vinkona mín (sonjal hér á huga) ákváðum í skyndi að prufa flytja í Reykjavík frá litla bænum okkar útá landi. Við gerðum dauðaleit og fundum fína íbúð á viðráðanlegu verði. Næstu dagar fóru í að pakka og svo lá leiðin loks í bæinn og við fengum að sjá íbúðina í fyrsta skipti, hún reyndist lítil en einnig sæt. Elhúsaðstaðan er mjög lítil, en jaframt ágæt. en tveir aðilar gera hæglega mæst þarna inni. Íbúðin skiptist í 6 hluta. Sem eru eftirfarandi

- Svalir, svalir segja allt sem segja þarf, en samt ekki, við erum með ónýtann ískáp þar úti. svo er mjög flott útsýni yfir Reykjavík

- Eldhús, eldhúsið er fremur venjulegt, en það óvenjulega er að það er enginn ískápur í eldhúsinu, kem betur af því síðar.

- Stofa/herbergi, já stofan okkar í litlu íbúðinni er svolítið spes, því það er bara eitt lítið herbergi þá fékk ég að sofa í stofunni. Þannig að ég sef í þægilegum svefnsófa í stofunni, hér um við með sjónvarp, dvd spilara, videotæki, leikjatölvu, og þó nokkuð marga tugi af bíómyndum, og svo ekki sé minnst á gestabókarplakatið góða, þar skrifa allir sem koma í heimsókn og það er orðið frekar þétt skrifað!

- Zone, og þar er ísskápurinn, við komum honum ekki inn í eldhúsið (vegna stærðarinnar) og þess vegna er hann þar sem fólk sér fyrst þegar það stígur hingað inn. í zoninu er líka útidyrahurðin, og aðstaða til að fara úr skóm og yfirhöfnum, sem er sjaldan sett í skápana, gólfið og stólar eru oft fórnalömb úlpna. Einnig er skriftborð í zoninu með tilheyrandi drasli.

- Herbergi, herbergið er ekki lokað að, það er stór skápur sem notaður er fyrir vegg. þar inni er ekki mikið pláss, en þar er eitt stykki rúm, náttborð og hilla, svo ekki sé minnst á mjög fallegan fána sem ég fjárfesti í fyrir mína góðu vinkonu :) sá fáni er af engum öðrum en Jim Morrison.

- Baðherbergi. Inná baðinu er allt grænt, allt er vænt sem vel er grænt. þetta er týpíst stelpu baðherbergi, allt í snyrtivörum og þannig lagað, og fötin útúm allt. Enda tvær 18 ára stelpur á þessu heimili haha ;Þ

þá er allt upptalið, og ég ætla segja frá hamförum í þessari íbúð sem eru sko engu líkar!!!

Fyrst sprakk flúor peran þar inni sprakk, en það átti nú ekki að vera mikið mál, eg sendi föður minn í að kaupa nýja peru, og það gerði hann en hann gat ekki skipt um peru, það þótti mér einkennilegt því hann hafi gert slíkt í mörg herrans ár, þannig hann gafst upp, svo reyndi ég þetta eitthvað en auðvitað gekk það ekki. Pabbi vinkonu minnar gat þetta heldur ekki og sagði gjarnan “þetta er ekki eins og á venjulegum perum” og eitthvað svona, þannig sá maður gafst upp líka. En við eigum nú vin sem er rafvirki en hann gat þetta heldur ekki, en tókst að lokum!!

Svo stíflaðist baðið!! maður þurfti að drífa sig í sturtu ef maður ætlaði ekki að láta baðherbergið fara á flot, það rann mjöööög hægt í niðurfallið… en við leystum þessa flækju með stíflueyði.

Svo var það peran í herbergi Sonju, hún sprakk, ekki svona venjulega heldur SPRAKK!! milljón gler útum ALLT herbergi, og við áttum enga ryksugu… það var leiðinlegur dagur!

Vaskurinn, já sonja var að vaska upp og allt í einu heyrir hún vatnshljóð og verður vot í fæturnar, þá hafði lögnin gefið sig takk fyrir!! Eldhúskrókurinn var á floti!

Ískáparnir! í fleirtölu!! þegar við fengum íbúðina þá fengum við ískáp með, en daginn áður en ég fór erlendis þá vildi konan sem leigir okkur fá ískápinn aftur, og ég gat lítið annað gert en að láta konuna fá ískápinn, þannig við keyptum ískáp a spottprís og eftir 2 ágætar vikur þá eyðilagist hann, þess má til gamans geta að við vorum NÝBÚNAR að versla mikið og ískápurinn fullur af mat!! og aaaaallt ónýtt!! og við keyptum annan á spottprís, og hann er lifandi nú í dag! og enda heitir hann “COOLKRAFT”


Núna höfum við sagt íbúðinni upp, sem mér finnst ákvaflega leiðinlegt, þessari íbúð verður sárt saknað og búið að vera yndislegur tími!
Ofurhugi og ofurmamma