já, ég vil segja ykkur frá herberginu mínu… hvernig það er og hvernig það var :)


Núna um daginn tók ég mig til og tók til í herberginu mínu (hvað kemur til) og tók það dágóðan tíma því að fyrir tiltektina sá ég varla í gólfið fyrir óhreinum fötum, tómum gosflöskum, tímum snakkbréfum og svo mætti lengi telja…

Ástandið var svo slæmt að þegar ég var á leiðinni uppí rúm að sofa þá hrasaði ég alltaf um helling af drasli sem hafði safnast sama fyrir framan rúmið mitt… það lá við að það væri komin brekka af drasli sem hægt hefði verið að hjóla upp og fara þá leið upp í rúm :P

en þetta var ennþá verra á mornanna þar sem að ég er mjög morgun seinn og oftast morgunfúll svo að á hverjum morni þá datt ég á sófann minn og bölvaði öllu þessu drasli og spurði með svona pirringi afhverju í fjandanum ég væri ekki búinn að taka til og pirraðist aðeins meir yfir því.

Þetta var bara það sem var hjá og við rúmið.

Síðan þegar ég fór annaðhvort í skóla eða vinnu, kom heim og settist oftast fyrir framan fartölvuna mína en gat voða lítið hreyft músina mín (er með venjulega mús, þoli ekki að nota snertidæmið) vegna drasls sem var á skrifborðinu mínu, ég hafði svona c.a. einn cm til að hreyfa músina og til að hafa hendurnar á ruslfríu svæði á skirfborðinu.

Síðan þega ég var í einhverjum leikjum og þurfti að hreyfa músina fljótt þá gat ég það ekki og bölvaði því til fjandasn og spurði aftur “afhverju í jfandanum er ég ekki búinn að taka til hér?”

Þar sem ég er með tvískit skirfborð eða svona skrifborð sem er á 2 hæðum þá var “efri” hæðin svona í hreinni kantinum nema að það sást ekki í plötuna vegna ryks og neði hæðin var í svo slæmu ástandi að draslið á henni var farið að lyfta efri hæðinni ef svo má að orði komast.

Þetta var skirfborðið

Síðan vil ég segja ykkur frá sjónvarpsskápnumínum.

Þar geymi ég græjurnar mínar, sjónvarpið mitt, PS2 tölvuna mína, DVD spilarann migg, alla töluvleikina og dvd myndirnar.

Nema að þar sem ég nenti aldrei að ganga frá á sinna stað, þá tók ég geisladiskana sem ég hafði verið að hlusta á, henti þeim í hulstur og skildi þá eftir annaðhvort ofan á eða við hliðina á græjunum svo eftir smá tíma var þetta allt fullt af geisladiskum.

Eins með tölvuleikina, það er alveg spez hilla fyrir þá fyrir neðan allt draslið en ég nenti aldrei að ganga frá þeim heldur svo ég gerði það sama við þá og CD-ana.

Svo mátti líka finna tómar flöskur og fleira drasl sem ekki átti að vera þarna.

þetta var sjónvarpsskápurinn minn.

Síðan er það sófinn *sigh*

Í honum var svo mikið drasl að ég gat varla setið í honum, það voru óhrein föt allstaðar ásamt öðru drasli, en þegaer t.d. vinir mínir komu í heimsókn henti ég bara öllu draslinu í rúmið mitt, síðan þegar þeir voru farnir þá henti ég draslinu bara aftur í sófann og þá var það búið.

Þetta er eins og herbergið mitt var

Núna er allt eins og ég hafi verið að flytja inn í herbergið fyrir viku, allt lítur vel út, nóg af plássi allstaðar og allt er fínt, svo eftir þetta, ég hvet alla til að taka til ef það er drasl útum allt í herberginu ykkar ;)

Takk fyrir mig :)
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*