Herbergið mitt og bílskúrinn.(AKA l4n setur) Ég bý í raðhúsi með foreldrum mínum, en þau eru lítið heima, og ég á fáa vini, þessvegna leyfðu þau mér að búa til LANsetur í bílskúrnum. :)
Semsagt, LAN setur til þess að spila tölvuleiki með þessum vinum mínum, sem er klikkað.

Til að gera þetta virkt, þurftum við pabbi að:
-Gera hurð á bílskúrsflekann.
-Einangra betur.
-Mála.
-Taka til.
-Hreinsa, svosem skúra, ryksuga, sópa, og skrapa olíu og vesen af gólfinu.
-Og fleiri smáhlutverk.

Núna er þetta orðið þvílíkur staður með litlum tveggja manna sófa, litlu sjónvarpi (OG DVD), borð fyrir 6 tölvur, en það eru sjaldan öll borðin í notkun :/
Svo er mín tölva þarna, með sérborð, og svo borð þar sem kemst fyrir tveir pizzukassar og nokkur glös. Kókið verður að geymast á gólfinu ;)

Svo ef við verðum leiðir, þá læðumst við út og förum niður í Aktu taktu og fáum okkur ís eða eikka, því það er opið til svona 6 á nóttunni :D Það er klikkað stuð.
Svo förum við aftur inn í tölvuna.
Það er líka nokkrar hillur fyrir ofan tölvuborðið mitt þar sem ég geymi leikina mína, CD, og DVD.
Allt skipulagt og fínt, enda tek ég til þarna eftir hvert lan. (Sem er næstum þriðja hverja helgi)

Svo er það herbergið mitt:
Inni í því eru rúm, skápur, skrifborð, og hillur á veggjum, er með lítið 1manns rúm, sem ég passa rétt svo í, erfitt að rétta úr sér í því, en það er ok.
Svo í skápnum geymi ég fötin mín, og ég er ekki tísku freak, ég á 2 peysur sem ég nota og 2 buxur. Meina, er það ekki nóg?

Svo á skrifborðinu mínu er fartölvan mín sem ég nota í skólanum og við að læra heima,, nota þessa aldrei í leiki.
En allar bíómyndirnar og tónlistin mín í mp3 er þarna inná svo ég tek þessa oft uppí bílskúr og horfi á í sófanum þarna litla :)
Það er mjög kósí.

Svo á hillunum er allskonar drasl, fann einu sinni samloku þarna uppá, alveg græn og ógeðsleg :/
Eftir það tek ég sjálfviljugur til þarna inni í hverri viku til að þetta gerist ekki aftur.

Held það sé ekkert fl. að skrifa um, annað en: ALLIR SEM SPILA TÖLVULEIKI ERU BETRI :D


Kv. Shadow