Mér leiðist, þannig að ég ætla að skrifa um herbergið sem ég á heima hjá mömmu og pabba.

Þetta er lítið herbergi. Þar er einbreitt fururúm sem var keypt í Rúmfatalagernum. Það var keypt sem koja, en tekið í sundur og litla systir mín fékk hinn helminginn.

Ég er með tvær furu-bókahillur sem ég fékk í fermingargjöf. Þær eru yndislegar! Önnur er full af styttum og dóti sem ég hef sankað að mér í gegnum tímann. Í hinni hillunni eru bækur, styttur og gosdósir. Ég safna gosdósum sem eru keyptar í útlöndum, og á alveg dágóðan slatta af þeim.

Svo er hilla þar sem græjurnar mínar, geisladiskar, skólabækur og hátalarnir eru. Þetta er dökk hilla sem vinkona mömmu gaf mér þegar hún var að flytja.

Þetta er frekar lítið og látlaust herbergi. Veggirnir eru hvítir, og það er dúkur á gólfinu sem lítur út eins og parket.
Ég á bláa málningu sem ég ætlaði alltaf að mála herbergið með, en ætli ég geymi hana ekki bara þangað til ég flyt næst.

Mér hefur aldrei líkað neitt sérstaklega vel við þetta herbergi. Það er svo lítið og verður alltaf strax allt útí rusli, og er bara leiðinlegt.