Þessi grein er um herbergið mitt sem ég á[tti] heima hjá foreldrum mínum á Akureyri. Systir mín er búin að yfirtaka það núna en ég ætla að segja frá því eins og ég búi þar ennþá

Fyrsta svefnherbergið til hægri þegar þú gengur inn í litlu blokkaríbúðina á Akureyri er svefnherbergið mitt. Frá hurðinni séð virðist lítið pláss og mikið drasl, en málið er að þetta er lítið pláss og LÍTIÐ drasl. Það er bara svo lítið gólfpláss að það virðist meira, eða það er mín skoðun þó að foreldrar mínir séu ekki alltaf sammála.
Við erum ennþá í dyragættinni og herberginu er lýst þaðan.

Í hægra horninu fjær okkur er svefnsófi með ljósbláu laki, sæng, koddum og böngsum. Mjög líklegt er að það sé lítil fatahrúga í einu horninu þar og ein eða tvær bækur í öðru. Þannig finnst mér best að sofa, að hafa nógu mikið í kringum mig svo mér líði ekki eins og ég sé ein.

Í vinstra horninu fjær okkur eru… snúrur. Rétt frá horninu er lítil sjónvarpshilla á hjólum. Þar eru tvær hillur og svo þriðja undir sjónvarpið. Í miðju hillunni eru geilsadiskastandar og allskonar drasl og í neðstu hillunni bilaður lampi.

Í hægra horninu nær okkur er hvítt skrifborð. Það er hlaðið drasli í öllum hillum, nema neðstu. Neðsta hillan er með körfu þar sem ofan í er vel raðað Harry Potter dót frá því ég var á Harry Potter nördaskeiðinu [og ég er enn, bara ekki eins mikið]. Í hinum hillunum eru pakkningar utan af allskonar tækjum, blöð, skólablöð, jólakort, afmæliskort, bréf og rusl. Ofan á er mjög líklega fatahrúga sem mamma bað mig að setja inn í skáp fyrir löngu.

Í vinstra horninu nær okkur, á bakvið opna hurðina, er fataskápur sem var keyptur fyrir ekki löngu í Rúmfatalagernum. Í honum eru, tjah, föt! Og í hillunni inn í fyrir ofan fötin eru skólabækur, gamlar og nýjar, ásamt öllu öðru skóladóti. Þegar ég kem heim úr skólanum hendi ég skólatöskunni þarna upp og gleymi venjulega að læra heima.

Annars er voðalega lítið annað í herberginu.
Áður en það var málað fyrir fermingu var það ljósblátt fyrir neðan og hvítt fyrir ofan með fallegum Tweetyborða á milli. Núna er það dökkblátt og með gardínur í stíl. Útsýnið er svona allt í lagi, þar sem íbúðin er á þriðju hæð. Sé yfir leikvöllinn fyrir framan.

Nú er ég flutt úr þessu herbergi og það er aðeins búið að breyta þar sem systir mín flutti inn. Hún setti rúmið þar sem sjónvarpshillan var og sjónvarpshilluna þar sem rúmið var. Það er reyndar frekar huggulegt og ég vildi að ég hefði gert það en mamma var búin að segja að það væri ekki pláss og ég nennti ekki að standa í því að athuga það.
Ég skrifa um herbergið mitt hérna í Reykjavík næst, kannski bara akkúratt núna ef ég nenni!
-Tinna