Ég fékk einstaka löngun til að skrifa um herbergið mitt, just for the fun of it!
Fyrir sirka 2-3 árum fór ég í uppreisn og heimtaði nýtt herbergi.. gamla herbergið mitt var svo lítið að það komst ekkert fyrir í því nema voða lítill, tja, bekkur, skrifborð og lítill fataskápur.
Þetta þýddi auðvitað að skrifborðið og gólfið var yfirfullt af drasli, samt hafði ég losað mig við allt drasl sem ég notaði ekki lengur og skorið mjög á eigur mínar, kom slatta fyrir niðrí kjallara.
Ég ákvað að þetta gengi ekki lengur, enda vorum við með herbergi niðrí kjallara sem var ekki notað til neinum öðrum en mér til að spila í Nintendo tölvu bróðurs míns og kanski horfa á sjónvarpið.
Í þessu herbergi var slatti af plássi, það var þarna; Sjónvarp, stór hægindastóll, 2 aðrir minni stólar, tölvuborð með eldgamallri tölvu og svo hjúds skápur.
Nokkru fyrir jólin 2004 ákvað pabbi að ég fengi þetta kjallaraherbergi, ég hafði fengið tölvu frá bróður mínum og var staðföst á því að koma henni inní pínulitla herbergið mitt, hvernig sem ég ætlaði að fara að því. Pabbi gafst upp, hann vissi að hávaði fylgdi unglingum og veggurinn á milli míns herbergis og hans var þunnur tréveggur og hann myndi fá lítinn frið til að sofa, hafði alið upp 3 unglinga og ætlaði sér ekki að gera þau mistök aftur að hafa unglingin of nálægt svefnherberginu sínu. Svo vissi hann að hitt herbergið gengi ekki lengur.

Og þá Hófust framkvæmdirnar!

Þær hófust í lok nóvember 2004 og þá var byrjað á því að koma öllum stólunum uppí stofu, stofan var endurskipulögð eftir þetta, tölvunni var hent og tölvuborðinu sömuleiðs, sjónvarpinu var bara komið fyrir niðrí geymslu. Svo fékk ég það skemmtilega verkefni að koma bókunum í skápnum fyrir í kössum, þetta var heljarinar verkefni enda ekkert lítið af bókum. Þegar þessu var lokið í byrjun desember þá stóð herbergið autt í nokkra daga. Ég vissi að það gengi ekki og ég fór að versla! Ég missti mig í rúmfatalagernum og keypti skrifborðið, sjónvarpsborðið og fataskápinn minn þar. Þetta var allt svona beikilitað, held ég. Þá var stíll herbergisins ákveðin. Næst var farið í IKEA og mikið skoðað, endaði á því að kaupa hornskáp, geisladiskahaldara og endahillur þar. Þetta var allt í sama lit en þessi litur var aðeins ljósari en liturinn á Rúmfatalagersvörunum en þetta kom allt voða vel út og maður tekur varla eftir litamuninum.

Við tókum vörurnar frá og þá hófust breytingarnar á herberginu sjálfu!

Ég vildi fá dökkan lit á einn af veggjunum en pabbi sagði það af og frá því hann var viss um að ég myndi fá ógeð á því fyrr eða síðar. Ég var gífurlgea fúl og upphófust miklar rökræður sem töfðu framkvæmdirnar. Ég ákvað á endanum að gefa eftir og ég er ekki frá því að karlinn hafi haft rétt fyrir sér, ég held að ég myndi ekki vera eins ánægð með þetta allt ef ég hefði málað einn vegg dökkan..
Liturinn var valinn! ég valdi marmarahvítann og sé ekki eftir því vali.
Það voru samt tvö vandamál en sem ég stóð frami fyrir.
Í fyrsta lagi eru pípur sem hanga utan á veggnum, einstaklega ljótar en ekkert sem við gátum gert við þeim. Ég verð bara að sætta mig við þetta lýtandi pípuvirki og hávaðan sem því fylgir ef einhver sturtar niður, fer í sturtu eða setur þvottavélina í gang, ég heyri meira að segja læti er nágrannarnir fara í heitapottinn sem getur verið svoldið pirrandi.
Hitt vandamálið voru dyrnar. Fólkið sem lét mála þetta herbergi á undan okkur hafði hryllilegan litasmekk að mínu mati. Veggirnir voru s.s. allir hvítir en hurðakarmurinn var svartur, í þokkabót voru dyrnar eldrauðar. Ég ætlaði ekki að sætta mig við þessar dyr og bað um nýjar dyr. Pabbi sagði að það væri of mikið vesen og hann ætlaði að spyrja málarann um ráð. Málarinn, þessi fíni maður, stakk uppá því að mála dyrnar í sama lit og veggina. Mér leist ekkert ofur vel á þá hugmynd en lét undan þegar hann sagði að fólk tæki varla eftir dyrunum, sérstaklega ef dyrakarmurinn væri svartur. Ég var en efins en eftir verkið var ég mjög ánægð, tók ekki sjálf eftir litnum á hurðinni þegar ég skoðaði fyrst verkið.
Svo, tja, líklega á undan málningarveseninu var gólfinu gerbreytt.. áður hafði verið alveg hryllilega ljótt grátt teppi. Við létum bara rífa það upp og parketlögðum.

Þessu var öllu lokið um miðjan desember minnir mig. Þótt svona lítið væri eftir bjóst ég ekki við því að ná að klára herbergið fyrir afmælið mitt og jólin..
Öllum mumblunum var komið á sína staði, ég tók dótið mitt uppúr kössum, tölvan og sjónvarpið voru tengd, föt flutt á milli skápa og allt var að verða reddý. Þessu var lokið um jólin. Ég gat sýnt herbergið mitt í jólaboðinu okkar og var þá búin að skreyta það og alles, hafði meira að segja keypt mér bleikt jólatré!

—-

Stofan var endurskipulögð útaf þessum þrem stólum sem voru færðir uppí hana. Það var ekkert nýtt keypt, nema lítill bókaskápur, en samt kemur stofan mun betur út svona heldur en hún gerði, sem er æði.
Einnig var gamla herbergið mitt málað og parketlagt. Skrifborðinu var hent og svo var keyptur bókaskápur og slatta af eigulegu bókunum var troðið þangað. Bekkurinn er þar enþá og þetta er hið fínasta les herbergi.

—-

Í herberginu mínu núna er allar mublurnar sem ég keypti þarna um árið, fyrir utan það að pabbi gaf mér nýtt rúm, amerískt einfalt rúm, brjálæðislega þægilegt fyrir utan það hvað það er hátt fall þegar ég dett úr því.. (sem hefur gerst 2svar að mig minnir)
Ég keypti mér flatan tölvuskjá til að hafa eitthvað pláss á skrifborðinu plús aðra hátalara, ekki veitti af..
Sjónvarpið hefur samt sungið sitt síðasta, þegar ég kveiki á því heyrist “Tssss” hljóð og svo kemur brunalykt.. ég á eftir að kaupa mér nýtt sjónvarp og er meira að segja að pæla í því að borga á móti pabba í plasmasjónvarpi til að spara pláss.
Geisladiskahillan fyllist hægt og bítandi, bókaplássið er löngu búið, fataskápurinn hefur ekki við þótt ég noti ekki helmingin af fötunum inní honum og þetta endar allt á skrifborðinu eða gólfinu! Sem er það nákvæmlega sama og ég byrjaði með..

Held samt að þetta hafi verið þess virði þar sem ég get spilað tónlistina mína þokkalega hátt án þess að vekja fólkið í kringum mig, sem er æðislegt!

—-

Kaea þakkar lesturinn… ef þú last.. annars þakka ég þér bara ekki neitt =)
Deyr fé, deyja frændur,