Hæhæ

Nú er komið að því að mig langar til að breyta herberginu mínu. Ég var einhverntíman að horfa á Veggfóður og þá voru tvær stelpur að fara að breyta herberginu hjá hvor annari en ég sá aldrei hvernig þær gerðu herbergin, en allavega þá var hugmyndin hjá annarri þeirra að hafa herbergið með svona indversku þema eða einhverjum inverskum blæ og mér fannst það alveg ótrúlega góð hugmynd! Og mig langar til að gera það líka:)

Eina er að ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að gera það:S Mig langar til að hafa þetta soldið á ódýran hátt og nota aðeins það sem ég á.

Herbergið mitt er s.s. núna svona beis/hvítt á litinn og ég er með hillusamstæðu sem var keypt í IKEA fyrir 5 árum. Hún er svona hilla í 3 einingum með skáp og fjórum skúffum og skrifborð sem er tengt við. Ég mun líklegast koma til með að selja þessa hillusamstæðu. Svo er ég með rúm og hvítan fataskáp.

Herbergið sjálft er frekar svona í stærri kantinum, en samt eiginlega næstum bara venjuleg stærð, kannski 14 fermetrar…

Allavega… Hvað finnst ykkur? Hvaða lit ætti ég að mála það? Hvað get ég sett í staðinn fyrir hillusamstæðuna? Ég vil örugglega fá mér bara sér hillu og sér skrifborð en veit ekki hvernig hillu og hvernig skrifborð:S Hvernig gardínur og rúmteppi ætti ég að hafa?:S Ég er með hvítar gardínur og rúmteppi og teppið á gólfinu hjá mér er svona röndótt nokkrunvegin með hvítum og beislituðum röndum. S.s. þemað í herberginu mínu er bara beishvítt/hvítt og hilllusamstæðan mín er úr einhverjum svona ljósum við.

Ég hafði smá svona í huga, mömmu leist ekkert þannig á það. Ég hafði spáð í að mála herbergið svona vínrautt og svo kannski mála eitthvað svona munstur á veggina, eða bara einn vegginn og kannski mála t.d. ofninn eða eitthvað gull-litaðan, líklegast spreyja hann gull-litaðan eða eitthvað. Ég veit ekki hvort ég ætti að mála bara einn til tvo veggi vínrauða eða allt herbergið..

En já, endilega koma með hugmyndir!! Allar hugmyndir vel þegnar:) Ég er hálf ráðalaus í þessum málum:)