Jæja nú fer að koma að því að maður fari að versla jólaskraut. Þar sem þetta eru fyrstu jólin mín í minni eigin íbúð (leigu að vísu) þá fæ ég að kaupa allt jólaskrautið og allt sem mig langar í, híhí :) Ég ætla nú bara að kaupa mér gerfi jólatré, mamma og pabbi eru með svoleiðis úr Rúmfatalagernum og mér finnst það nú bara soldið krúttlegt, held líka að það kosti bara tæpar tvö þúsund krónur. Svo kaupir maður nú skraut á tréð. Persónulega finnst mér svo flott þegar valinn er einn til tveir litir á tréð. T.d. valdi ég á mömmu og pabba tré, fyrir tveimur árum síðan, glæra seríu og svo allt skraut gyllt og þetta kemur ekkert smá vel út. Á sínum tíma, og örugglega ennþá, var hægt að sjá svona uppsetningar í Blómavali og þá fannst mér þetta gyllta flottast. Þarf að kíkja í Blómaval og sjá hvað heillar mig mest, kannski bara það gyllta :)
Svo er hægt að fá í Hagkaup alls kyns jólatré vörur hræ billegar, það er svona þegar maður kann ekki að föndra sjálfur, þá bara kaupir maður tilbúið, híhí :)
Ætla nú samt að gera heiðarlega tilraun til að búa til allavega einhver jólakort, verður svo bara að koma í ljós hvernig það tekst, annars er alltaf hægt að versla þau :)

Úff ekki laust við smá jólaskap við að skrifa þessa grein, þó svo að mér finnist nú allt of snemmt til að fara að skreyta núna en það er nú allt í lagi að fara að huga að þessu…. ekki satt??? :)