Ég skrifaði í gær um hluti sem lífga upp á heimilið og þá skrifaði ég um málverk, blóm og plöntur en núna ætla ég að skrifa um meira og ég mun skrifa um hluti sem að einhver í fjölskyldunni hafa átt eins og langamma og eiga sér sögu, ég er að tala um erfðagripi. Einnig ætla ég að segja frá skápum og þá er ég ekki að tala um fataskápa heldur skápa þar sem maður getur geymt hluti eins og vínflöskur og bollastell og þannig hluti og hvernig þeir geta lífgað upp á heimilið.

Erfðagripir

Hjá mér eigum við nokkra svona hluti. Við eigum ljósakrónu sem
hangir í loftinu fyrir ofan borðstofuborðið en afi minn og amma áttu hana og það getur verið að þau hafi fengið hana frá einhverjum öðrum í fjölskyldunni en ég er ekki viss um það. Ljósakrónan er mjög flott og það er svona kopar kveðja sem heldur þessu uppi og svo koma svona fimm krókar þar sem ljósin eru og hjá ljósunum er kristall og það er líka kristall í miðjunni. Mér finnst þetta passa mjög vel inni í stofuna mína og þetta finnst mér lífga upp á heimilið og gera það flottara. Svo eigum við líka annan hlut sem eru svona þrjú borð, eitt stórt, eitt meðal og eitt lítið. Stjúp langamma mín átti þessi borð, þetta eru tekkborð með myndskreyttum flísum, ég nota þetta stundum eins og þegar ég er að borða og eitthvað spennandi er í sjónvarpinu. Þetta er samt núna notað þar sem síminn er og síminn liggur ofan á stóra borðinu, þetta passar mjög vel þarna og maður tekur eftir því hvað þetta er flott um leið og maður sér þetta. Svo eigum við líka stóra klukku sem hangir á veggnum og hún er dökkbrún úr viði, við látum hana ekki ganga því hún hringir svo hátt og það gerist á korters fresti svo að við höfum hana bara upp á punt. Það gerðist stundum að við gleymdum að slökkva á henni og við fórum að sofa og svo hringir hún og það er mjög pirrandi. Heima
hjá afa mínum er líka stór klukka á uppi á vegg, hún er samt allt öðruvísi, hún er úr svörtu járni og svo hanga gulllitaðar keðjur niður, þegar ég var lítill var ég alltaf að tosa í þessar keðjur. Það heyrist ekki eins mikið í þeirri klukku en þær eru báðar mjög flottar og koma mjög vel út á báðum stöðum.

Skápar

Ég hef mjög gaman af stórum skápum, heima hjá mér er einn risastór skápur sem við geymum allt mögulegt í. Við geymum vínflöskur, spariglös og sparidiska, við geymum meira að segja myndavélar í neðstu skúffunni. Skápurinn er eins og tröppur í laginu og þegar ég var lítill notaði ég hann alltaf eins og stiga og labbaði upp og niður hann þó að mamma bannaði mér það. Ofan á hverju þrepi geymum við allskonar hluti eins og litlar styttur, kertastjaka, hluti sem ég hef búið til, fjölskyldu myndir og margt fleira. Mér finnst þetta lífga upp á heimilið mjög mikið og ég gæti ekki ímyndað mér heimilið mitt án þessa skáps. Þessi skápur er dökkbrúnn úr viði eins og flest allt er inni í íbúðinni. Mér finnst okkar skápur mjög flottur en mér finnst líka glerskápar mjög flottir. Frændi minn á einn glerskáp heima hjá sér og hann er mjög flottur. Hann er frekar lítill en samt ótrúlega flottur. Þau geyma í honum glös og eitthvað og litli frændi minn sem er þriggja ára og er oft þarna því að afi hans er frændi minn er alltaf eitthvað að vesenast í þessum skáp og opna hann og það gæti alltaf eitthvað dottið út og brotnað sem er þarna inni svo það þarf alltaf að vera að passa hann þegar að hann er nálægt. Skápurinn er í stíl við eitt borð sem er þarna
við hliðina á og það borð er með stálfætur og svo er glerplata ofan á, þetta kemur vel út og lífgar mjög mikið upp á heimilið þeirra.

Kveðja Birki