Hlutir sem mér finnst lífga mest upp á heimilið eru málverk og plöntur og blóm. Þetta eru örugglega allir með heima hjá sér en ég vill bara benda á það hvað þetta lífgar mikið upp á heimilið.

Málverk

Mér finnst nauðsynlegt að hafa málverk á heimilum, mér finnst það lífga upp á hemili. Það er ótrúlega flott ef þú hefur stórt málverk t.d. fyfir ofan sófann í stofunni eða á mörgum öðrum stöðum. Heima hjá mér var einu sinni stórt málverk eftir afa minn fyrir ofan sófann í stofunni eins og ég stakk upp á að væri flott en núna er búið að færa það inn í forstofuherbergi. Núna fyrir ofan sófann eru svona teikningar eftir mig frá því að ég var lítill, mömmu finnst það vera svo flott en bráðum koma kannski málverk eftir hana þarna þegar hún byrjar að gera málverk. Núna er hún í Listar Háskólanum á síðasta ári og er fjandi góður listamaður að mínu mati. Heima hjá frænku minni eru fullt af flottum málverkum eftir afa minn út um allt og það kemur mjög vel út. Málverk geta verið mjög dýr en meðal stór mynd getur kosta meira en 200 þúsund krónur en það er þess virði að hafa þetta uppi á vegg hjá sér.

Blóm og Plöntur

Það er hægt að hafa blóm allstaðar á heimilina, inni í herbergum frammi í stofu, inni í eldúsi og jafnvel inni á baðherbergi. Mér sjálfum finnst fallegast að hafa stórar plöntur. Í húsinu mínu er einn krókur þar sem plöntur eru. Ég á mér sjálfur eina plöntu sem ég bjó til, ég lét appelsínusteina og allskonar steina úr ávöxtum ofan í mold og það kom út mjög flott. Ég mæli með þessarri aðferð. Það er bara eitt við blóm og það er að þau deuja alltaf en maður getur keypt sér Kaktusa sem deyja ekki. Því miður á ég enga Kaktusa en ég væri alveg til í að fá mér þannig. Fyrir þá sem ekki vita hvað kaktusar eru þá eru það plöntur sem stinga og deyja ekki eins og venjulegar plöntur. Ef ég mundi fá mér kaktus myndi ég láta hann á gluggakistuna inni í herberginu mínu, það er mjög góður staður að mínu mati.

Kveðja Birki