Ég á heima í íbúð á annari hæð og herbergið mitt er ofboðslega lítið eða 6-8 fm. held ég. En mér datt ú hug þar sem er annað herbergi hliðin á mínu þar sem er bara geymt eitthvað drasl að brjóta vegginn á milli og gera tvö lítil herberi að einu stóru en þá yrði herbergið miklu stærra og yrði kannski svona u.þ.b. 15 fm. og miklu, miklu stærri en herbergið sem ég er með núna. Það á annaðhvort að gera það eða flytja þá í stærra hús á tveimur hæðum sem mundi vera með stórum herbergjum en ég er alltaf að leita á netinu af húsum en ég finn ekkert eða alla veganna ekkert á nesinu en ég vill búa þar því allir vinir mínir eru hérna og allt það. Sko við eigum tvær svalir sem eru báðar 30 fm. en einar svalirnar er langar og mjóar en hinar eru bara eins og kassi í laginu svo datt pabba mínum það í hug að byggja þak yfir svalirnar sem eru eins og kassi laginu og þá yrði ég með RISA stórt herbergi en ég hugsa að það eigi aldrei eftir að gerast. En við erum að fá hund svo það yrði dálítið þreytandi ef maðir vildi láta hundinn út í garð þá þyrfti maður að labba niður tröppur og sækja hann svo aftur svo ég held að það sé best að flytja bara.