Í grein hér að neðan er verið að fjalla um það hvernig ofurkonur fara að og það er alveg sjálfsagt að spá svolítið í því.Ég held nefnilega að þetta sé ekki alveg eins einfalt og við höldum.
Málið er nefnilega að þegar þú ert í góðri vinnu, átt pening og sona að þá þarft þú ekkert að hugsa um börnin, þrífa húsið, elda o.s.frv.
Ég veit um eitt dæmi þar sem fólkið er í góðri vinnu og á næga peninga, þau fá líka alltaf stúlku til sín 2 í viku til að þrífa.
Annað dæmi, kona sem er þekkt í þjóðfélaginu, við lítum upp til hennar, hún lítur vel út, á gott fyrirtæki og nokkur börn og við bara skiljum ekki hvernig hún fer að þessu öllu saman. Málið er einfalt, hún fær konu til sín á morgnana sem sér um börnin, eldar, þrífur og allt sem því fylgir og svo er hún með aðra konu á kvöldin ef hana vantar pössun þá.

Þannig að ég er að velta fyrir mér: Erum við, þessar venjulegu, ekki bara ofurkonurnar eftir allt saman???? :)