Nú er eina vökva sala Reykjavíkur búin að ákveða að hækka verð á sínu eðalvökva til okkar.
Ástæðan, jú við neyttum ekki nóg af honum þetta árið. Né það síðasta.

En hvað með þetta fyrirtæki þarf það ekki að gera ráð fyrir að við minkum við okkur neyslu. Eða er bara gert ráð fyrir að neyslan aukist. Er það þess vegna sem svo rósastórt brugghús rís á hæðinni sem gnæfir yfir borgina eins og brú á skipi.

Þarf Capone að fá meira í sinn vasa til að geta aukið umsvif sín meira. Kaupa fleiri vökvasölur um landið. Svo allur landinn njóti hans þjónustu.

Mér finnst þetta vera svo gersamlega út í hött að setja dæmið upp að ef það hitnar og við látum minna af vökva renna í gegnum húsin okkar að það þarf að hækka verð.

Þannig neytandinn getur aldrei farið í afvötnun með betri græjum til að spara hjá sér kyndingu. Nei það kemur bara karl sem segir að þú hafir ekki drukkið nógu mikið né haft ljós við drykkju svo þú skalt borga meira eða neita meira. Kemur sama út. Capone fær sitt í vasan. Skrúfum fyrir vatnið 1 setp til 2 sept. Reynum að mótmæla.