Jæja, það sem ég ætla að væla hér um er tiltekt á heimilinu. Nú á égsjálf þrjú börn og er einnig útivinnandi, sem og maðurinn minn. Ekki hengja ykkur í titlinum, ég er ekki að meina að karlmaðurinn eigi ekki að gera neitt á heimilinu ;) en mig langar samt að vita hvernig þið útivinnandi ofurkonur með börn farið að að halda heimilinu í skikkanlegu horfi. Er það yfir höfuð hægt? Hér er yfirleitt allt á hvolfi, en ég vildi óska að ég gæti alltaf haft allt fínt og flott.

Jújú, stundum tek ég allt í gegn og alltaf er viðhorfið: nú látum við þetta sko ekki fara í sama farið aftur… en hvað gerist svo?Þessu er haldið við í nokkra daga og svo smám saman eru leikföngin aftur komin út um allt gólf og enginn nennir að ganga frá þeim, óhrein föt liggja hér og þar, en aðallega reyndar hrein föt sem búið er að þvo en enginn nennir að ganga frá og brjóta saman. Vaskurinn fyllist smám saman af uppvaskinu og á endanum er allt komið í rúst aftur.

Ef einhver lumar á töfraráði væri ég sko alveg til í að fá það… eða bara töfrasprota sem hægt væri að sveifla og allt yrði fínt í einum grænum ;)
Kveðja,