hæhæ, eruð þið ekki með hugmyndir til að nýta lítið pláss? :)
þannig er að forstofan er svo pínulítil að það rétt svo kemst þar fyrir skóhilla (þá er líka ekki hægt að opna hurðina alveg, og þá vantar pláss fyrir yfirhafnir og solis. Og baðherbergið er svo ponsu oggu pínu lítið, þar er bað, salerni og vaskur. varla pláss fyrir hillur en ætla samt að reyna að troða þangað inn því að ég á svo mikið dót sem þarf að komast þar fyrir :)
Eldhúsið er alveg í fínni stærð en alveg hræðilega lítið skápa pláss, sniðugar hugmyndir við því?
þetta er leiguhúsnæði þannig að við getum ekkert farið að breyta neinu big time :)