Ok, ég veit ekki hvar ég átti að setja þessa grein nema á heimilið, þar sem ég var að panta vöru inn á HEIMILIÐ. Ég var að horfa á TV shop í sjónvarpinu og þótt ég hafi hneykslast á þessum ýktu viðbrögðum og hissa-svip á fólkinu þá var það ein varan sem ég ÞARF að eiga!!!!!! Þetta var þetta sem sléttir hárið á manni alveg ótrúlega vel og eins gott að það virki! Því ég er með vandræðalega þykkt hár sem ég á erfitt með að eiga við. Ég borgaði þetta með korti þegar ég pantaði þetta á netinu(samt smeyk við að láta þau fá kortanúmerið mitt!!!!! MJÖÖÖG SMEYK!!!!!) Ég hef hugsað lengi til þessarar vöru því þetta virtist mjög FLJÓTLEGT tæki og ég þarf snöggan tíma ef ég á að geta slétt hárið á hverjum morgni. Hmmm, svo sendist þetta heim þar sem mamma og pabbi búa…þar fær TV shop ekki hrós!! En mér er alveg sama. Ég veit ekki hver visareikningurinn verður núna en ég ákvað að láta þetta bara eftir mér og er stolt af því, stolt af því að ég hikaði ekki við það. Hefur einhver hér ekki hugsað svona: Ef ekki NÚNA þá gerist það ALDREI!? Ég veit að ef þetta virkar eins vel og í sjónvarpinu, þá nota ég þetta daglega. Takk fyrir!