jæja, ég og kærastinn minn og sonur okkar erum að flytja í leiguíbúð sem bíður uppá mjög mikla möguleika. í henni er ágætt eldhús, stór stofa, borðstofa, eitt stórt og eitt lítið svefnherbergi og svo baðherbergi.

Við erum að hugsa um að hafa skrifstofuna í litla herberginu, stóra herbergið verður okkar herbergi og borðstofan verður með leikföngum sonaris og svo ætlum við líka að hafa gestarúm þar. (það er tjald á milli stofu og borðstofu þannig að þar er ágætis næði)

Nú erum við að fara í það að græja og gera og reyna að gera fínt og sætt hjá okkur.
Það eru dökkbláar gardínur í íbúðinni núna og ætlum við að skipta þeim út fyrir ljósari. Á stofugólfinu er teppi sem við ætlum að hreinsa og jafnvel kaupa stóra ljósa mottu til að lísa aðeins betur upp. Í sumar kemur í ljós hvort við málum e-a veggi.

Sko málið er að ég er bara svo ferlega hugmyndasnauð þannig að allar hugmyndir, varðandi húsgögn, gardínur, teppi, og bara hvað sem er, eru vel þegnar. Örugglega einhver þarna sem hefur farið að búa í fyrsta skipti:)
Langar bara svo mikið að gera voða sætt en það má líka ekki kosta of mikla peninga.
takks!!