Ég ætla aðeins að segja frá búðinni Lush í Kringlunni en hún er með skemmtilegustu búðunum mínum.
Í Lush getur maður fengið allskonar dót t.d. sápur, freiðiböð, krem og sjampó. Þar fást svokallaðar baðbombur sem eru settar í bað. Þær leisast upp í baðinu og út kemur blóm, glimmer eða borðar eftir því hvernig bomban er og allt beðherbergið ilmar á eftir. Í Lush eru líka til freiðiböð í föstu formi sem er sett út í baðið og þá kemur mjög mikil froða. Svo eru til fullt af sápum með allavegana lyktum. Í Lush getur maður líka keipt gjafapakka sem eru tilvalnir í afmælisgjafir, jólagjafir eða bara hvað sem er. Þetta eru bara nokkur dæmi um allar þessar frábæru vörur fást í Lush. Búðirnar eru upphaflega frá Englandi og þar eru núna u.þ.b. 30 búðir. Hérna á Íslandi er aðeins ein, í Kringlunni. Búðirnar eru samtals um 150 í 30 löndum. Eini gallinn á búðinni er að vörurnar eru svolítið dýrar en það er kanski skiljanlegt því að þetta eru náttúrlega frábærar vörur. Svo ég mæli með að öllum sem finnst gaman að slaka á í baði, fara í sturtu með góða sápu eða vilja finna flotta gjöf ættu að kíkja við í Lush.
-If olive oil is made out of olives and corn oil is made out of corn then baby oil is made out of….OMG!