Mig langaði aðeins að fá að vita ykkar álit á þessu máli.

Málið er það að ég er að leigja núna með kærastanum 2 herb. íbúð á 70 þús á mánuði! Þetta finnst okkur alltof mikið og nú erum við að hugsa um að flytja.

Við fundum okkur æðislega, 110 fm, 4 herb. íbúð á 80 þús á mánuði, á mjög góðum stað.

Þá ætluðum við að finna okkur meðleigjendur í hin tvö herbergin því þá væri leigan sem við þyrftum að borga margfalt minni á mánuði. Sem er nauðsynlegt þar sem við skuldum soldið mikið.


En er eitthvað sniðugt að vera að leigja með fólki sem maður þekkir ekki neitt?

Við leyfðum einu sinni pari (vinir okkar) að búa hjá okkur í mánuð og það var lifandi helvíti því þau voru mestu sóðar sem ég veit um! Þau voru bæði atvinnulaus og höfðu ekkert að gera á daginn en samt gátu þau ekki tekið til eftir sig. Þau reyktu sígaretturnar okkar, borðuðu matinn okkar og hringdu úr símanum okkar og borguðu ekki krónu í neinu.

Eftir þessa reynslu ákváðum við að gera þetta aldrei aftur en við erum í þannig stöðu núna að það er annað hvort þetta eða að leigja okkur herbergi… sem kemur í raun ekki til greina =)


Hafið þið leigt með öðru fólki og hvaða reynslu hafið þið af þessu? Gaman væri að fá ábendingar og ráðlegginar frá ykkur, hvort sem þið hafið reynsluna eða ekki =)

Kveðja,
Isabel