Ég er í smá basli!
Málið er að við erum að flytja út á land og erum búin að festa kaup á lítilli íbúð á hentugum stað og selja okkar íbúð hér í borginni. Gott og blessað að færa sig um set, það er ekki eins og það sé bilað að gera í vinnunni hvort sem er og jafnvel von á að það taki fyrr við sér úti á landsbyggðinni.

Ég gerði tilboð í íbúð og sagðist vilja nota 1 maí til að fá íbúðina afhenda. Fyrir nokkrum vikum síðan þá fréttum við að aðili sem leigði íbúðina hefur ekki verið sagt upp leigunni og með 2 mánaða uppsagnarfrest. Sá frestur rennur út 1 júni.

Ég seldi þessa íbúð sem ég er í núna með sama afhendingardag, 1 maí og stend að sjálfsögðu við minn part um afhendingu. Eftir akkúrat 14 daga og nokkra klukkutíma verð ég á götunni með frúnni 4 ára dóttur og 4 mánaða son, af því að seljandinn minn gleymdi að segja upp leigunni.

Þetta mál er leiðinlega flókið en leigusamningnum verður ekki rift, það eru ákveðin lög sem hindra það og aðrir valkostir fáir. Í dag og á morgun er ég að bíða með magann gersamlega á hvolfi og í hnút eftir að heyra í fasteignasalanum sem ætlaði að reyna það sem hann gat til að leysa málin við leigjandann eins er ég jafnvel ver settur ef kaupsamningi yrði rift vegna þess að þá fyrfti ég að byrja upp á nýtt að leita.

Það er líka flókið að láta ekki vitlausa aðila fara í skapið á sér. Leigjandinn hefur ekkert gert af sér hvorki gagnvart mér né öðrum og ég má ekki vera svekktur út í þann aðila en samt er það hann sem er fyrir mér. Sá sem ég hef heimild til að vera argur útí er manneskjan sem ég þarf að borga litlar 6 milljónir.

Kv Isan