Ég hef ætlað mér að senda í grein á þetta áhugamál lengi en ég keypti mér íbúð síðastliðið haust ástamt unnusta mínum. Við vissum fyrir fram að við ætluðum að henda út eldhúsinnréttingunni og gólfefnum en það sem tók við okkur áttum við ekki von á.

Þegar við skoðuðum íbúðina vorum við ný búin að skoða íbúð frá helvíti, kannski ekki alveg en sú íbúð hafði 5 cm dropa steina í loftinu. Loftið í henni var hraunað og hún var verulega stór eða um 113 fm en hafði mjög lítið baðherbergi með gulmáluðum viðarpanel. Og það var reykt í þessari íbúð svo loftið var grátt. Sú íbúð kom ekki til greina þó svo að blokkin var í toppstandi. Því við sáum fram á tveggja vikna vinnu við að brjóta þetta úr loftinu sem var grátt af reyk. Íbúðinn sem við keyptum var líka reykt í, loftið slétt og stórt baðherbergi. Ég man þegar við komum inn í það þá sögðum við, vá sturta og bað og flísar, æðislegt bað. Svo við gerðum ráðfyrir eftir á að það þyrfti ekkert að gera við baðherbergið. Við skoðum þessa íbúð 2 x í viðbót en þá var alltaf einhver í baði eða sturtu.

Þegar við fengum í búðina var hún agangdi af reykingarlykt þó svo að það hafi ekki verið búið í henni í 2 daga. Við byrjuðum á því að henda fílteppinu í stofunni út, en lyktin fór ekki. Við tókum niður speglaflísar sem hiltu heilan vegg í stofinu, þetta var eins og 1990, eða dansstútíó. Þegar við tókum niður flísarnar kom far, ótrúleg skil milli þess þar sem flísarnar voru og veggsins, því reykurinn skildi eftir far á vegnum. Það hefði verið hægt að nota þennan vegg í tópaksvörnum, því spurning er hvernig eru lungun á henni. Systir mín er í læknisfræði og þegar hún sá þennan veg sagði hún:,,Ég mundi ekki vilja krifja þessa konu”.

Við ætluðum að halda fataskápunum í herberginum og forstofunni, en konan hafði málað alla nema í svefnherbinu. En það er eini skápurinn sem við héldum. Í forstofunni sagði hún okkur stolt að hún hafi málað hann hvítan, en hann var gulur af reyk. Þegar við skoðuðm hurðina betur sáum við að hún hafi verið úr spónlagðri hnotu :’(

Kona sem við keyptum af hafði fengið utnan aðkomandi aðila til að þrýfa fyrir sig, en það var mjög illa gert. Taumarnir af skít niður gluggana og skáparnir hálfþrfinir. Við ætluðum að halda eldhúsinnrétingunni til að byrja með þar sem við áttum ekki að fá okkar fyrr en 4 vikum seinna, hún var ekki girnileg var henni hent út á öðrum dagi. Svo hófst mikil vinna í því að brjóta flísar upp sem voru í forstofuni og ganginum í íbúðinni. Þessar flísar voru fínar, en við ætluðum að hafa eldhúið flísalagt og við vissum að við mundum aldrei finna nákvæmlega eins flísar. Eftir tvo daga í því að fjarlægja gjólfefni byrjuðum við að mála. Eftir heilan dag af málingar vinnu kom óskemmtileg staðreind í ljós, eftir þrjár umferðir í herberginum og eina á alla íbúðina urðum við að hætta. Því tjörurekingardrullan blæddi alltaf í geng, fyrst héldum við að málingin væri svona léleg en svo var málaður blár veggur en þegar málingin var þornuð á honum horðum við á órtúlega staðreind, myndafarið sást á vegnum, þar var málingin hvít og blátt blæddi í geng eins og gerist á sterkum lit, en annarstaðar var veggurinn gulur. Núna var farið í málingar búðir og leitað ráða, staðreindin var augljós við þurftum að grunna. Við fundum vantsgrunn, hjá Málingu hf, þegar við vorum búin að mála voru komnar hvorki meiri né minni en sex umferðir af málingu á íbúðina bæði loft og veggi.

Ég mæli með því að þrýfa með klór í íbúðum sem mikið er reykt í áður en það er málað, við gerðum það í þvottahúsinu en þar var reyndar mun meiri glans en annarstaðar svo það gæti haft áhrif.

Allt tekur lengir tíma en maður reyknar með, við fluttum inn viku seinna en við gerðurum ráðfyrir. Okkur lá pínulítið á þar sem við bjuggum inn á foreldurm unnusta mins. Ekki það að dvölin hafi verið neitt slæm, en það er alltaf betra að komast í sína eigin í búð. Einnig kostar allt meira en maður reiknar með. Við reiknuðum með að máling kostaði 60.000 kr og allir sögðu að það væri allt of mikið, við fórum yfir það í áætlun okkar. Síðan þurftum við að kaupa forstofuskáp, eftir að hafa séð hversu illa hinn var farinn. Parketið fór langt fyrir kostnaðar álælun, en hún gerði ráð fyrir góðu ljósu parketi, við enduðum á áð kaupa gott dökkt parket um 2000 krónur meira á fermeter. En eftir miklar umhugsun létum við dökka vera að veruleika þar sem við gátum ekki fundið neit ljóst parket sem okkur líkaði við. Við urðum að horfast í augu við á staðreind að við erum fólk sem vill hafa dökkt parket. Síðan völdum við dýrasta undirlagið, hljóðeinagnrandi. Það er ekki skilda í gömlum húsum að hafa hljóðeinagrandi undirlag en við völdum það til að demmpa parket hljóðið þegar maður gengur á því og sjáum ekki eftir því.

Þegar parektið var komið gékk vel að finna restina af hlutunum, dökkar flísar í grágrænum lit á forstofuna og eldhúsið. En innrétinginn sem við völdum á eldhúsið er hvít með mahoní könntum verulega glæsileg. Það ein sem er eftir í eldhúsinu er að sitja flísar á milli skápa og ganga. En þær eru á leiðinni til landsins.

Þar sem við fórum fram úr kostnaðar áætlun á þessum hlutum höfum við ekki efni á að taka baðherbergið strax í geng. En þegar það er teki verður öllu hent út. Við erum með græntbaðkar, marmarvask sem er allur sprunginn og flísarnar sem ég er ekki enn búin að ná öllum reykingarskítnum af. Þrátt fyrir ster efni, enjo og mikið puð eru þær allar með smá gulri sleikju á. Ég held að við komum til með að taka baðherbergið í gegn á næsta ári.