Ég var að hugsa um að endurbæta herbergið mitt, þó að það sé ekki langt í að ég flytji að heiman enn samt vil að það sé flott á meðan ég er þar.
Ég er með hátt til lofts og með stóra glugga. Ég er með hjónarúm, skrifborð, hillur og skáp og auðvitað náttborð inní herberginu.
Ég er líka með ljótar rimlagardínur, og það eru öll húsgörnin mín kissuberjalitur nema skápurinn sem er hvítur. Ég er mjög mikið í hestum svo að ég er með myndir af hestunum mínum á veggjunum og svo er ég með hestastyttur í hillunum.
Allavegana var ég að hugsa um að taka niður rimlagardínurnar og setja upp rosalega flottar gardínur sem ég sá í ikea sem eru þykkar og gráar, enn ég var líka að hugsa um að taka skápahurðarnar af skápnum og setja alveg eins efni fyrir þær sem tjald, mamma heldur að það verði ekki flott enn ég og unnusti minn höldum að það yrði geggjað flott. Hvað haldið þið.
Svo var ég að hugsa um að mála einn vegg öðru vísi á litinn veit bara ekki hvernig og vill ekki fá leið á litnum, endilega komið með uppástungur. Svo var ég að hugsa um að kaupa mér flott grátt rúmteppi. Einnig vantar mér ljós bæði í loftið og leslampa.