Ég er mjög fegin því að þessu jól séu búin. Ég hef aldrei verið eins stressuð fyrir jólin eins og þessi. Ég og unnusti minn fórum rétt fyrir jólin að kaupa jólagjafir til að vera búin að þessu snemma og það yrði ekkert stress. En svo veiktist mamma í endan Nóvember og þurfti að fara á spítala, svo að ég þurfti að sjá um heimili þeirra líka. Ég ákvað að gera þetta allt í tíma en átti eftir að skrifa jólakortin fyrir bæði heimilin, gera hreint senda kortin, gjafirnar og fleira. Ég byrjaði á því að skrifa jólakortin eitt kvöldið svo að ég gæti sent þau svoldið snemma úff hvað mér var illt í hendinni við að skrifa þennan fjölda af kortum :) Daginn eftir sendi ég þau og fór að versla jólagjafir með pabba því að hann veit aldrei hvað á að kaupa hehe. Pabbi og unnusti minn eiga báðir afmæli í Desember svo að ég þurfti að versla afmælisgjafir. Jólin nálguðust óðum svo að ég fór að gera hreint á heimili foreldra mína og þreif svo stiga ganginn (bý í blokk og sé um stiga ganinn). Ég var orðin svo þreytt að ég ákvað að gera hreint hjá mér daginn eftir og svo var líka unnustinn í frí svo að hann gæti kannski hjálpað mér. Við ætluðum að baka en hann var svo þreyttur eftir vinnuna (er að vinna 12 tíma vakta vinnu) svo að það var lítið gert en hann hjálpað til eins og hann gat þessi elska. Ég var á fullu næstum alla daga alveg fram á jólum. Að ég vaknaði klukkan 5 á aðfangadas morgunn og gat ekki aftur svo að ég sofnað fyrr en seint um kvöldið. Stressið svona mikið eða eitthvað. Mamma og pabbi voru mjög þakklát fyrir það að ég hafði hjálpað svona mikið. Alltaf gaman að geta hjálpað til :)