Jæja þá er komið að því. Greiðslumatið komið, viðbótarlánið sammþykt, lífeyrissjóðs lánið sammþykt.

Þá fyrst hefst vandræðagangurinn. Ég er bundinn því að kaupa íbúð í Kópavogi vegna þess að viðbótarlánið var sammþykt þar, sem er svo sem allt í lagi nema hvað að íbúðir í kóp eru mun dýrari enn í Rvk. Við erum búin að vera leita af 3. herbergja íbúð núna í 2 mán, gerðum tilboð í eina sem var hafnað :( (sett á hana 11.9 en hún fór á 12.2)

við erum að leita af íbúð sem við ætlum að gera upp þ.e að setja nýtt eldhús, gólfefni og kannski baðherbergi enn allar íbúðir sem við höfum skoðað eru seldar þið vitið “nýlegt þetta, uppgert hitt, nýtt svona” osfr. afhverju selur enginn í Kóp íbúð sem þarf að gera upp :( og líka ótrúlegt hvað fólk getur sett ljót ný eldhús/baðherbergis innréttingar (persónulegt mat) enn svona er það nú…

Það sem okkur þykir verst er að á þessum 2. mán erum við búin að horfa á íbúðar verð hækka um 1/2 til 1 miljón. svo að það er leiðinlegt að vera bíða eftir réttu íbúðinni ef maður veit að þær eru hækkandi í verði, enn svona er það, ég læt ykkur vita hvað gerist..

kv

Chaves