ég var á flandri með einni frænku minni í rúmfó um daginn og þessi ágæta frænka mín var að tala um að hana vantaði e-´ð á gangin hjá sér…..
ég lagði höfuðið í bleyti og datt í hug heilsárs-“jólatré”…
þetta er sálareinfallt.
Finndu þér fallegan vasa, td í rúmfó (ef þú finnur ljótan vasa spreyjaðu hann þá bara gylltan eða hvernig sem þú villt). Vasinn getur verið allt frá borðvasa uppí 100cm háan vasa. Finndu því næst grein sem passar í vasann, það er geggjað ef hún er vegleg með mörgum greinum. Nú hengdu því næst hvíta seríu í greinina og wella þetta er til……….
Nú til að lífga upp á þetta geturðu hengt e-ð sætt í tréið, td litla ramma með myndum af fjölskyldumeðlimum, engla, litla bangsa gylltar stjörnur, lítil blóm eða bara hvað sem er.
til hátíðabrigða má skreyta það með jólaskrauti á jólunum og páskaskrauti um páska……….
þetta er rosa sætt, setur svip á heimilið og er gaman að gera

njótið vel og hafið það gott :)