Nú það er alltaf verið að kvetja mann til að senda inn greinar hingað, nú jæja best að prófa :) Þannig er að ég rakst inní byggingarvöruverslun um daginn og rak augun í svona frauð skrautlista, bæði kverk og vegg lista. Þessir listar eru bara límdir upp með kítti lími og eru auðveldir í allri meðferð. Nú svo er þetta ekkert sérlega ýrt heldur. Þarna var líka hægt að fá allskonar rósettur, bæði stórar og littlar. Líka hægt að gera þær þannig að þær fara yfir td loft dósir og láta ljós hanga neðanúr þeim. En svo er ég líka ný búinn að klára íbúð sem ég keypti fokhelda. það var nú meira puðið, en gaman samt. Núna er ég búinn að selja hana og er að kaupa mér gamla íbúð aftur, mér líklar ekki þetta nýtísku byggingarlag, það er svo kalt og fráhrindandi einhvað. Næsta íbúð, sem ég er búinn að kaupa, verður tekin algerlega í gegn. Ég er búinn að kaupa spænsk blöndunratæki, sem voru HRÆ ódýr og sturtu botn og baðkar frá Bamberger, en það er með einhverri voða fýnni keramik brennslu sem á að hrinda frásér drullu og svoleiðis. ( allavega sagði sölumaðurinn það ) Nú og svo verður sett upp UPPHEINGT klósett, búinn að fá nóg af hinu hehehe. Hurðarnar er verið að skafa upp með sikkling, ferlegt púl, og svo verðar þær sendar í lökkun. Eldhúsið verður nánast smíðað á staðnum en hurðarnar voru keyptar hjá IKEA. Forstofuskápurinn var fengin hjá Birninum en aðrir skápar eru í vinnslu í bílskúrnum hjá pabba og efnið í hurðarnar, MDF, hjá Húsasmiðjunni en unnið og sprautað í skúrnum. Ég er ekki viss um hvaða gólfefni ég kem til með að hafa, sennilega bland af öllu, þea parket, flísar, dúkur og teppi. Baðið verður allt flísalagt, nema kannski gólfið, set dúk og hitalögn í gólfið. Eldhúsgólfið verður með korkflísum. Svo er það aðal hausverkurinn hvernig á ég að hafa þetta alltsaman á litinn ??? úfffff verð að huxa það mál vel og vandlega, eða láta konuna um það ?? ;)
Wabis ofvirki