Svona gerum við þrívíddarmyndir.
Það er allt eftir því hvort að þú sért að gera mynd úr servettum eða hvort þú ert að gera þrívíddarm. úr pappa (með myndum á).

Þegar þú ert að gera myndir úr servettum þá verður þú að byrja á því að smirja límlakki á blað. Þegar þú hefur lokið því þá er að bíða smá stund á meðan lakkið er að þorna. Núna er lakkið orðið þurt og þá tekur þú servettuna og tekur hana í sundur þannig að þú heldur eftir örþunnum hluta af servettunni.Það verður auðvitað að vera sá hluti sem að er með myndinni á. Að þessu loknu þá leggur þú þennan þunna hluta servettunar á blaðið sem að þú settir límlakkið á, svo ofan á þetta allt saman þá leggur þú bökunarpappír.
Síðan er bara strauað yfir allt dótið. Þegar þú ert búin að straua yfir allt dótið þá er servettan orðin föst á blaðinu og þá getur þú farið að klippa hana út.
Það fyrsta sem að þú gerir að öllu hinu loknu er að leggja eina heila mynd sem á að vera grunnmynd. Eftir það þá klippirðu bara það sem að kemur næst í myndinni.
Fyrst það sem aftast er og svo það sem að er næst aftast og muna að það sem að framst er fylgir alltaf þar til að þú hefur klippt allt út á myndinni. Tökum t.d. mynd þar sem að fjöllin eru aftast og svo kemur sjórinn og á sjónum er skip. Það sem að þú tekur fyrst er allt nema kanski himininn.Næst tekur þú sjóinn og svo tekur þú skipip og svo síðast það sem að er eftir af sjónum fyrir framan skipið. Maður skilur alltaf eitthvað eftir þegar þú ert að færa þig framar í myndina.
Stundum þarftu bara að hafa 4 eins myndir en so koma tímar þar sem að það þarf að hafa fleiri, það fer allt eftir því hversu mikklar myndirnar eru.
Það sem að er sett á milli myndana er silicon. Það er sett þannig að þú kreistir það úr túpunni eins og þú sért að búa til ís á blaðið eða servéttuna svo er næsta mynd lögð ofurvarlega ofaná silikonið og svo þríst exsra varlega. Myndin verður að liftast soldið upp frá því sem að undir er.

Vonandi hef ég komið þessu frá mér á skiljalegan hátt.