SUMAR MYNDAKEPPNI!!! Við hér á hátíðum ætlum að hafa smá myndakeppni með sumar þema.

Myndin þarf að vera tekin á milli 1. júlí og 22. júlí.

Engin mynd verður samþykkt fyrr en 8. júlí og keppnin líkur 22. júlí, eftir það verða myndir samþykktar en eru ekki gildar í keppninni.

Myndin verður að vera frá innsendanda og verður að hafa þemað “sumar.”

Nekt og annað sem er ekki við hæfi og höfðar ekki til allra aldurs hópa er bannað og þær myndir sem innihalda þannig lagað verða ekki samþykktar.

Myndin má ekki vera stærri en 1024x768 þar sem að það er limitið á myndastærð allstaðar á huga.

Aðeins ein mynd á mann.

Aðrar myndir sem verða sendar inn sem eru ekki ætlaðar fyrir keppni þurfa að víkja frá og bíða þangað til 23. júlí til að verða samþykktar.

ÞAÐ ER SKILYRÐI AÐ SETJA “KEPPNI” Í NAFNIÐ Á MYNDINI, ANNARS VERÐUR HÚN EKKI SAMÞYKKT!

Stutt eftir að keppnin er búin þá sendi ég inn könnun og þar geta allir kosið hvaða mynd hafi unnið, dæmt verður auðvitað hve flott myndin er og hve sumarleg hún sé.

Ef að það eru einhverjar spurningar ekki hika þá við að spyrja mig, annars bara óska ég öllum góðs gengis og gleðilegt sumar ;).