ÁRLEGA JÓLASÖGUKEPPNI OG SENDA MYND AF SÍNU JÓLATRÉ Jæja, þá er loksins komið að því að lífga áhugamálið við með árlegu jólasagnakeppninni.

Þemað er auðvitað jólin og byrjið endilega strax að skrifa þar sem að þið getið sent inn greinar frá 2-24 desember. En hver notandi getur sent inn eins margar greinar og hann vill.

Einu skilyrðin eru þau að sagan sé allavega 500 orð og skrifuð af ykkur sjálfum. Öllum stolnum greinum verður hafnað, eða eytt ef þær hafa verið samþykktar af slysni. Auk þess munu allar aðrar sögur eftir notendann vera dæmdar úr keppninni.

Jólasögurnar verða síðan settar í skoðanakönnun, og þið notendur góðir fáið síðan að vera dómararnir :)

Við mælum með því að sögurnar séu skrifaðar í Word eða einhverju sambærilegu forriti svo að þær séu vel settar upp og læsilegar. Vandið líka frágang, við stjórnendur áskiljum okkur réttinn á því að hafna greinum og biðja notendann að senda hana inn aftur ef að mikið er um stafsetningar- og málfræðivillur.

Sérstaklega skal samt huga að því að taka fram í titlunum á sögunni að hún eigi að taka þátt í keppninni! Því að notendum geta að sjálfsögðu sent inn greinar á þessum tíma sem ekki eiga að taka þátt í keppninni.

Skemmtið ykkur síðan við skrifin og munið að einu verðlaunin eru ánægjan við að vinna ..og auðvitað heiðurinn ;)

Mig langar líka að nota tækifærið og benda ykkur á að jólin nálgast óðfluga svo verið endilega dugleg að virkja áhugamálið með okkur! Senda inn myndir, skrifa greinar og leitið endilega til stjórnenda ef þið hafið einhverjar hugmyndir til að bæta áhugamálið.. :)

Fyrir hönd stjórnenda á /Hátíðir

B3ggz.

Svo er það auðvitað að senda myndir af sínu jólatré.

Sendið myndina inná eins og venjulegar myndir
Merkið myndina“keppni-(nafn á mynd)”.

Vanalegast er hver fjölskylda með 1 jólatré,þanig það er bara ein mynd á mann.

Stjórnendur hafa fullan rétt á að eyða myndum sem eru grunaðar vera teknar af netinu.
Allar aðrar myndir fara í bið.

Keppnin verður í gangi til lok mánaðar og þið notendur verið dómnefndin.

og munið að einu verðlaunin eru ánægjan við að vinna ..og auðvitað heiðurinn ;)