Jæja, þá er loksins komið að því að jólin gangi í garð, eftir langa og stranga bið. Ég vil fyrir hönd stjórnenda jólaáhugamálsins óska öllum jólahugurum sem öðrum hugurum, nær og fjær, gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir aðventuna sem við höfum átt saman hér á áhugamálinu. Engin ástæða er þó til þess að stoppa að nota áhugamálið þó jólin séu komin, enn margt hægt að ræða um þau auk þess sem áramótin eru handan við hornið og hér er akkúrat staðurinn til að ræða um allt þeim viðkomandi.
Vil líka minna á það að frestur til að senda inn sögu í jólasagnakeppnina rennur ekki út fyrr en á miðnætti, endilega takið þátt.

Gleðileg jól og njótið hátíðanna,
stjórnendur á /jolin:
sky, Vansi og Vefstjori