Jæja, núna er aðventan búin, og jólasamkeppni þessa áhugamáls líka. Einnig er könnunin um úrslit keppninar búin, og úrslitin eru því ljós!
Það var ekki mikill munur á sögunum, hörð keppni og örfá atkvæði skildu á milli fyrstu sætanna. 43 manns kusu í könnuninni, og úrslit fóru sem hér segir:

í fyrsta sæti með 14& atkvæða er sagan Þegar jólin biluðu eftir DrHaha.

5 sögur voru með 12% atkvæða hver, og eru þær því í 2. - 6. sæti. Þær eru: Takk eftir Parvati, Jólin sem aldrei komu eftir Wannabewriter, Þegar Illiði stal jólunum af elli-og dvalarheimilinu Hlíf eftir Faramir, Stærsta jólagjöfin eftir Arja og Jólasaga Sóldísar eftir Smokkfiskur.

Aðrar sögur voru með færri atkvæði, til að sjá þær, smelltu hér.

Til hamingju þið sem náðuð sæti, og sérstaklega til hamingju DrHaha, sem vann jólasögukeppnina í ár! Flott keppni, góðar sögur.

Fyrir hönd stjórnenda jólaáhugamálsins,
Vansi.