Núna er jólasögukeppni jólaáhugamálsins þessa aðventuna lokið, og ekki seinna vænna en að koma með könnun núna til að útskurða úrslitin. Hún mun standa yfir í nokkra daga, fram til annað hvort 30. eða 31. desember.

Allir að kjósa, auðvitað þurfið þið að lesa megnið af sögunum, ef ekki allar, áður en þið kjósið til að vita að þið séuð að kjósa rétta sögu. Til að lesa sögu smellið á nafnið hennar í könnuninni, það er beinn linkur, þægilegra getur það ekki verið.

Í lok ársins verða úrslitin svo tilkynnt, sem við bíðum öll spennt eftir. Ekki hika, lesið allt og kjósið!

Gleðileg jól og farsælt komandi ár,
stjórnendur á www.hugi.is/jolin