Vildi minna á jólasagnakeppnina sem er í gangi hér á áhugamálinu um þessar mundir, því skilafresturinn fyrir að senda inn sögu í keppnina er 23:59 þann 24. desember, sem er á morgun.

Endilega ef ykkur leiðist biðin eftir því að klukkan verði 6 á morgun, skellið saman í góða jólasögu og sendið inn. Könnun til að útskurða sigurvegara þessarar keppni kemur upp 27. desember, og mun standa yfir í nokkra daga, langleiðina í áramót.

Allt um keppnina (lesið áður en þið sendið inn):
Karat
Kæru jólabörn og aðrir Huganotendur

Jólasagnasamkeppni verður haldin á jólaáhugamálinu á aðventunni 2006 líkt og í fyrra. Keppnin mun standa yfir dagana 1. til 24. desember.

Þeir sem ætla að taka þátt í jólasagnasamkeppninni verða að skrifa neðst á eftir sögunni: þessi saga á að taka þátt í jólasagnasamkeppninni. Með þessu móti geta notendur séð hvaða sögur taka þátt í keppninni og hverjar ekki (ef einhver sendir inn sögu en kýs að taka ekki þátt í keppninni).


Reglurnar eru einfaldar. Þið semjið jólasögu og sendið inn sem grein. Þann 1. desember verða þær sögur sem komnar eru samþykktar og svo koll af kolli eftir því sem þær berast.
Jólasagan á að fjalla um eitthvað sem tengist jólunum. Gæta þarf stafsetningar. Lágmarks lengd jólasögunnar er 500 orð með línubilum. Ég mæli með því að notendur skrifi söguna í Word eða sambærilegu forriti og láti forritið telja orðin.
Þið eruð beðin um að vanda uppsetninguna eins og fremstur er kostur.


Jólasögurnar verða dæmdar þannig að notendur gefa sögunum álit og þær sem mest ánægja ríkir um taka þátt í könnun sem verður á áhugamálinu á milli jóla og nýárs. Ef fáar sögur berast munu þær allar taka þátt í könnuninni. Að henni lokinni verður birt hvaða saga og höfundur hefur sigrað í jólasagnasamkeppni jólaáhugamálsins á Huga árið 2006. Þess má geta að einu verðlaunin í keppninni er sjálfur heiðurinn af því að eiga bestu söguna og að sjálfsögðu er keppnin haldin okkur öllum til skemmtunar.

Athugið að hver höfundur má senda inn eins margar sögur og hann vill. Ef stafsetningu er verulega ábótavant áskilja stjórnendur sér að hafna sögu og biðja viðkomandi höfund að senda hana inn aftur leiðrétta. Sögum sem stjórnandi eða aðrir notendur sjá að eru ekki samdar af þeim sem sendir hana inn og sögum sem eru stolnar af netinu verður hafnað eða þeim eytt hafi sagan verið samþykkt og þegar í stað verður sögunni og notandanum og öðrum sögum sem hann hefur sent inn vísað endanlega úr keppninni.

Endilega takið þátt í keppninni og verið dugleg að gefa jólasögunum umsagnir. Góða skemmtun.

Karat.