Hér á jólaáhugamálinu eru tveir korkar:
Áramótin
Jólaumræður
.

Í þennan fyrri fara umræður um allt sem tengist áramótunum, þ.e. gamlársdegi, nýársdegi, og öllu í kringum það. Munið samt að þessi (linkur) regla er enn í gildi og er ekkert á leiðinni að fara að verða afnumin, ekki tala um heimatilbúna flugeldagerð þarna.

Athugið! Í Áramótakorkinn eiga ekki að koma umræður um jólin, þær eiga heima í korknum sem heitir Jólaumræður sem er fyrir neðan. Héðan í frá verður öllum póstum sem koma í Áramótakorkinn en eru ekki tengdir áramótunum eytt, svo passið ykkur að pósta á réttan kork.

Svo, úr því að ég er að skrifa tilkynningu, vil ég koma því að að spurningar um Jólabarn dagsins munu líta dagsins ljóss á allra næstu dögum, en sá liður mun byrja fyrsta sunnudag í aðventu, þann 26. nóvember næstkomandi ef mér skjátlast ekki. Fylgist því spennt með þegar byrjað verður að taka við umsóknum.

Líka, þá er alveg í lagi að koma með smá innihald í póstana hérna, ekki bara “hlakkar þú til jóla”, reynið að hafa þá innihaldsríkari og skemmtilegri.

Meira var það ekki,
-Vansi