Hæ hæ

Ég flutti út til bretlands fyrir um 2 árum til að stunda nám, og tókst að ná mér í breskan kærasta um leið, allt í lagi með það.

En hann kom með mér heim um seinustu jól og nú er komið að mér að vera í bretlandi, með bresk jól.

Mig kvíðir alveg soldið fyrir þessu, þar sem ég er algjört jólabarn og er alltaf með sömu hefðirnar ár eftir ár. Eftir því sem að kærastinn segir, þá eru bresk jól allt öðruvísi, enginn aðfangadagur! Þau drekka á jóladag og svona, og ég er hrædd um að ég eigi bara eftir að fara í eitthvað þunglyndi því ég á eftir að sakna íslensku jólanna svo mikið :s
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson