Mér finnst korkar sem koma um jólagjafir vera svolítið yfirborðslegir.. bara til að fá fólk til að monta sig eða sýna hvað þau þekkja “gott fólk” sem gefur þeim helling af dýrum hlutum og hvað þau er rosalega “heppin”..

Alveg gott að vera í jólaskapi og gleðjast með öðrum og vera þakklátur fyrir gjafirnar (sem maður á auðvitað að vera), en mér finnst bara pakkarnir vera ekki aðalmálið og það eru margir sem fá ekki svona dýrar gjafir og mér finnst að það ætti ekki að vera svona mikið í umræðu á svona krepputímum.

Mig langar frekar að segja hvað ég er þakklát fyrir.

Ég er mjög þakklát að hafa verið með fjölskyldunni minni um jólin og ennþá eiga heimili.

Your turn.

Btw
Gleðileg Jól! :D
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine