Er mikið um það á íslandi? ég hef einhvernveginn aldrei pælt í því, þegar ég er á íslandi er ég bara með fjölskyldunni. Veit alveg að einhverjir djamma, en er það alveg ógeðslega algengt?

Hvað ætlið þið að gera?

Í vinahópnum þar sem ég bý tíðkast það að hittast heima hjá einhverjum á gamlárskvöld… allir koma með einhvern smá mat, meðlæti eða eftirrétt, svo borða allir saman. Svo er bara drukkið og spjallað og svo framvegis, og á miðnætti förum við út með freyðivín. Svo gista allir saman þar sem partyið er haldið. Við sprengjum ekki flugeldar, það gera það mjög fáir og mér finnst það bara mjög fínt =) Þetta eru önnur áramótin mín á þessum stað, þetta var yndislegt síðast.