Jólasaga:Jólakraftaverkið Þessi saga er frekar stutt því ég hafði ekki nógan tíma en hér kemur hún.


Kata sat fyrir framan gluggan í herberginu sínu og beið eftir að mamma hennar kæmi aftur heim. Hún beið og beið þangað til að hún sá bílljós koma nær húsinu. Hún hljóp niður stigann og að útidyrunum og útí bíl. Littli bróðir hennar Kötu, hann Örn, var með krabbamein og var á spítala. Þegar hún kom á spítalann hljóp hún að stofunni sem littli bróðir var í. Þar voru pabbi og Anna sem var stóra systir Kötu. “Hvernig líður honum?,, spurði Kata. “Ekki vel,, svarar pabbi og röddin titraði. ”Læknarnir segja að hann deyji eftir mánuð.,,”En jólin eru eftir mánuð,, sagði Kata og vildi ekki trúa þessu.”Hann má ekki deyja,, hélt hún áfram og var farin að gráta. “Því miður Kata en við getum ekkert gert,, sagði Anna og reyndi að hugga hana en Kata gat ekki hætt að gráta. Mánuði síðar eru jólin og öll fjölskyldan er á spítalanum og sitja við rúmið sem Örn er í. “Hví hann?,, spyr Kata. “Það er sagt að þeir deyji ungir sem guðirnir elska,, segir þá mamma. Allt í einu heyrist ”Gleðileg jól allir,, Allir stara niður á Örn littla sem er vakandi og sprelllifandi. Pabbi kallar á lækninn og læknirinn skoðar Örn og segir:”Þetta er kraftaverk! Krabbameinið er horfið!,,”Þetta er nú sannarlega kraftaverk!,, segir Kata brosandi og faðmar Örn að sér og hugsar: Við erum öll saman á ný, öll 5.