Jólasveinninn Minn
Lag - texti: Autry & Haldeman - Ómar Ragnarsson
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
með poka af gjöfum og segja sögur
og syngja jólalag.
Það verður gaman þegar hann kemur,
þá svo hátíðlegt er.
Jólasveinninn minn, káti karlinn minn
kemur með jólin með sér.
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
ofan af fjöllum með ærslum og sköllum
hann arkar um holtin köld.
Hann er svo góður og blíður við börnin
bæði fátæk og rík.
Enginn lendir í jólakettinum,
allir fá nýja flík.
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
arkar um holtin köld
af þvi að litla jólabarnið
á afmæli í kvöld.
Ró í hjarta, frið og fögnuð
flestir öðlast þá.
Jólasveinninn minn.komdu karlinn minn,
kætast þá börnin smá.


Jólasveinar Ganga um Gólf
Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi
og flengir þá með vendi.

Upp á hól
stend ég og kanna
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.


Það á að Gefa Börnum Brauð
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum.

Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum


Aðventukerti
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því drottinn sjálfur soninn þá
mun senda´í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólun kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.


Bjart er yfir Betlehem
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna.
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Var hún áður vitringum
vegaljósið skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.



Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.



Barni gjafir báru þeir.
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir,
lofgjörð drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna,
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna.


Heims Um Ból
Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
:,: meinvill í myrkrunum lá :,:



Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
:,: konungur lífs vors og ljóss :,:



Heyra má himnum í frá
englasöng: “Allelújá”.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:,: samastað syninum hjá :,:


Jólasveinar einn og átta
Jólasveinar einn og átta
ofan komu úr fjöllunum.
Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu´ann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa´ann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum


Ég sá mömmu kyssa Jólasvein
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá,
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Já, sá hefði hlegið með,
hann faðir minn hefði hann séð,
mömmu kyssa jólasvein í gær.


Göngum Við í kringum
Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.

Þriðjud: Vindum okkar þvott
Miðvikud: Hengjum okkar þvott
Fimmtud: Teygjum okkar þvott
Föstud: Straujum okkar þvott
Laugard: Skúrum okkar gólf
Sunnud, snemma: Greiðum okkar hár
Sunnud, seint: Göngum kirkjugólf


matti15..
Járkall Z, það er flott, sérstaklega