Ég sá könnunina “Er trúin partur af jólahaldi hjá þér”.

Ég er trúleysingi en held upp á jól, það er breyting og skemmtilegt að lýsa upp myrkrið o.s.frv. Foreldrar mínir eru trúaðir um jólin, en utan þess sýna þau engin merki um trú. Ég hef semsagt haldið jól með þeim, en þá reyni ég bara að leiða hjá mér þetta trúardót. Mamma fer stundum í fýlu þegar hún man eftir því að ég trúi ekki, en það gerist bara á jólunum. Oftast er henni sama.
Þau hlusta á messu í útvarpinu, oftast á meðan við borðum, en ég einbeiti mér bara að matnum ;)

Svo hef ég haldið jólin með fjölskyldu vinar míns, en þau eru kaþólsk. Um morguninn á jóladag fór hluti af fjölskyldunni í kirkju, en hluti þurfti að vera heima að undirbúa matinn sem var um hádegið. Þá var auðvitað rökrétt að ég færi ekki í kirkju og leyfði einhverjum sem trúa og virkilega vilja fara í kirkju að fara. Fyrir utan það var trúin ekki mikill partur, nema styttur af Maríu og Jesú og englum.

Næsta aðfangadagskvöld verð ég með kærastanum mínum hjá pabba hans og bræðrum hans. Kærastinn minn er líka trúlaus, en hinir ætla held ég í kirkju. Ætli við verðum ekki bara heima á meðan og slöppum af ;)


Ég veit ekki alveg hvert pointið er með þessu… en ég held það sé að það breytir ekki öllu máli hverju maður trúir, maður getur haldið upp á hátíðir með öðrum óháð trú. Það sem skiptir máli er hvað manni sjálfum finnst um hátíðina, og maður þarf ekki að þröngva því upp á aðra, og maður þarf að virða skoðanirnar. Trú á ekki að skapa vandamál.