Jólin eru besti tími ársins. Jólaboð, jólapakkar og auðvitað maturinn. Maður er auðvitað spenntur að opna pakkana þó maður “eigi” að vera nógu þroskaður til þess að bíða. Margt er svooo æðislegt við jólin en maður auðvitað spyr sig, Hvað er það sem gerir jólin svo æðisleg?

Er það útaf því að í Betlehem var barn oss fætt? Það efast ég stórlega um í flestum tilfellum. Ég er kristinn ekki miskilja mig en það er eitthvað sem segir mér að þessi hátíð er að færast meira og meira frá Jesúsi til, til dæmis pakkanna. Er það í lagi? Jú ég mundi nú segja það. Er ekki boðskapur krisnitrúar að vera með fjölskildu og elska nágranna? Jú það er rétt. En maður verður að muna það að hugsa líka um Jesús litla í jötunni og hinn heilaga anda. Hann er jú einn af aðal köllunum í þessari hátið.

Kannski var Jesús ekkert sonur guðs. kannski. Kannski ekki en boðskapur hans stendur þó ennþá og þetta er jú hátið til heiðurs honum. Afhverju ekki að minnast hans aðeins?

Ég vill hvetja ykkur öll til þess að hugsa til Jesús og muna það að hann er nú megin ástæða jólana!

Ekki gleyma ykkur í jólastressinu og ég óska ykkur gleðilegra jóla frá Willhung!
Yaris 06' good shit