..Where shall I start?
Hmm, síðan mamma og pabbi skildu, þá hafa jólin verið alltaf soldið crappy. Þetta er aldrei það sama gamla góða.
En verstu jólin mín voru án efa jólin árið 2004. Ein besta vinkona mín sem bjó með mér og mömmu og litla bróður fór til fjölskyldu sinnar í Þýskalandi( og hún hélt mér frá því að missa vitið vegna mömmu og bróður míns..) Anyway, hún fór, og litli bróðir minn var hjá pabba. Svo bara ég og mamma.. og einhver vangefinn “vinur” hennar sem hún ákvað að bjóða frá Austurríki, einver náungi sem er skyldari prímata en mannveru, og getur hvorki talað skiljanlega ensku né þýsku. Fkn great! en það sem bjargaði jólunum var að vinkona okkar(sem er þýsk líka) var með okkur og kærastinn hennar. Eeen..kærastinn hennar var að vinna eða eitthvað á aðfangadag, svo var brjálað veður og hann þurfti að fara og gefa hestunum sínum og láta þá inn..festist..lengst út í rassgati.. Svo kærastan hans fór og ætlaði að bjarga honum..komst ekki út heimreiðina. Svo reddaðist þetta einhvernveginn.. borðuðum um hálf 10 leytið. Og ofan á það fannst mér svínakjötið vera hrátt og gat ekki borðað það.. Súrustu jól ever.
Og ætli ég verði ekki jólin í ár með pabba, hef ekki verið þar um jól síðan..2002 held ég! En svo þarsem það varð náið dauðsfall innan fjölskyldunnar, þá veit ég ekki hve ánægjulegt þetta verður..
Samt elska ég alltaf allt sem tengist jólunum, þó að þau eru alltaf svo léleg hjá mér..